Sáttasemjari frestar fundi um óákveðinn tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2023 14:47 Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu SA og flugumferðarstjóra á öðrum tímanum í dag. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Sigurjón Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. Fundarlotu í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA átti að vera framhaldið kl. 10 í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefndirnar funduðu í sitt hvoru lagi en enginn sameiginlegur fundur var haldinn í morgun. Snúin staða Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í deilunni ákvað svo á öðrum tímanum í dag að fresta fundi. Annar fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður. „Staðan er býsna snúin. Við höfum ákveðið að fresta fundi í bili. Ég mun vera í sambandi við samningsaðila á næstu dögum og ákveð þá hver næstu skref verða. Þetta er snúin staða. Það ber talsvert á milli,“ segir Aldís. Aðspurð hvort samninganefndirnar hafi fengið einhver skilaboð segir Aldís: „Skilaboðin eru að taka tvö skref afturábak og bakka úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Stundum er gott að bakka og horfa yfir landið og miðin og sjá hvort við sjáum ekki einhverja nýja lausn.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA sagði í fréttum í gær þegar sé búið að bjóða flugumferðarstjórum það sama og aðrar stéttir fengu í síðustu kjaraviðræðum. Launahækkun að hámarki 66 þúsund krónur. Arnar Hjálmsson formaður félags flugumferðarstjóra sagði þá að enn væri langt á milli í kjaradeilunni. Sú stétt sem flugumferðarstjórar bæru sig við í kjaraviðræðunum væru atvinnuflugmenn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Fundarlotu í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA átti að vera framhaldið kl. 10 í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefndirnar funduðu í sitt hvoru lagi en enginn sameiginlegur fundur var haldinn í morgun. Snúin staða Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í deilunni ákvað svo á öðrum tímanum í dag að fresta fundi. Annar fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður. „Staðan er býsna snúin. Við höfum ákveðið að fresta fundi í bili. Ég mun vera í sambandi við samningsaðila á næstu dögum og ákveð þá hver næstu skref verða. Þetta er snúin staða. Það ber talsvert á milli,“ segir Aldís. Aðspurð hvort samninganefndirnar hafi fengið einhver skilaboð segir Aldís: „Skilaboðin eru að taka tvö skref afturábak og bakka úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Stundum er gott að bakka og horfa yfir landið og miðin og sjá hvort við sjáum ekki einhverja nýja lausn.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA sagði í fréttum í gær þegar sé búið að bjóða flugumferðarstjórum það sama og aðrar stéttir fengu í síðustu kjaraviðræðum. Launahækkun að hámarki 66 þúsund krónur. Arnar Hjálmsson formaður félags flugumferðarstjóra sagði þá að enn væri langt á milli í kjaradeilunni. Sú stétt sem flugumferðarstjórar bæru sig við í kjaraviðræðunum væru atvinnuflugmenn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira