Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 23:56 Bandaríska herskipið USS Carney sem staðsett hefur verið á Rauðahafi undanfarna daga. AP Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00