Lyfjameðferð í skaðaminnkun Bjarni Össurarson Rafnar og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 17. desember 2023 10:01 Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Í BNA hefur geisað ópíóíðafaraldur síðastliðin 20 ár. Þáttur lækna og lyfjafyrirtækja í honum er öllum ljós. Á Íslandi hefur misnotkun ópíóíða aukist mikið á síðustu árum og jafnvel er talað um faraldur. Ávísanir lækna á ópíóíðum á Íslandi hefur aukist á síðustu 10 árum. Tölur SÁÁ sýna mikla fjölgun einstaklinga sem eiga við ópíóíðavanda að stríða. Að lokum hefur dauðsföllum vegna ópíóíða fjölgað. Allir eru sammála um að misnotkun ópíóíða er alvarlegt vandamál sem þarf að bregðast við. Miklvægt er að einstaklingar sem vilja taka á ópíóíðavanda hafi greiðan aðgang að meðferð. Á hverjum tíma er hins vegar hópur sem ekki getur eða vill hætta allri neyslu. Fyrir þennan hóp er miklvægt að bjóða upp á svo kallaða skaðaminnkun. Í hugtakinu felst að reynt er af bestu getu að minnka skaðann af neyslunni og standa að öðru leyti með einstaklingnum og hans réttindum. Beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð er f.o.f. tvenns konar. Fyrst er sprautunotkunin sjálf sem ber með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum (t.d. sýking á hjartalokum) og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði (HIV og lifrarbólga). Síðan er hættan af lyfjaflokknum sjálfum sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmiss líffæri. Grunngildi heilbrigðisstétta er að valda ekki skaða. Þess vegna verða allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það er enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin eru ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins? Nú vill svo til að það er til mjög góð meðferð við ópíóíðafíkn. Hún byggir á áratuga rannsóknum sem hafa sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallast viðhaldsmeðferð og byggir á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð er veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega var lyfið methadone notað en síðustu 20 ár hefur lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan er að þetta lyf er öflugt, öruggt og hreinlega ver fólk gegn ofskammti. Ekki er hægt að sprauta því í æð og það veldur ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð er buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð þ.e.s. þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hefur sífellt lækkað. Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt i vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Lanspítala og VOR teymi Reykavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu. Bjarni Össurarson Rafnar er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar