Ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 18. desember 2023 13:31 Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun