Mýtan um töfralausnir ríkissáttasemjara Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. desember 2023 13:30 Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun