Már og Sonja sköruðu fram úr í ár Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 16:27 Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson eru íþróttafólk ársins hjá ÍF. ÍF Sundfólkið Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir var í dag útnefnt íþróttamaður og íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2023. Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé. Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé.
Sund Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira