Þriðja Dísin frá Val í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 13:26 Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið afar sigursæl með liði Vals síðustu ár. vísir/Diego Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð. Ásdís er þriðja „Dísin“ sem yfirgefur Íslandsmeistara Vals í vetur en áður höfðu Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir farið til Växjö í Svíþjóð. Á móti fékk félagið til sín miðjumanninn Katie Cousins sem síðast lék með Þrótti. Ásdís hefur raðað inn titlum með Val síðustu ár og gengur nú til liðs við eitt af bestu liðum Noregs. Hún var fjórða stoðsendingahæst í Bestu deildinni í ár, með átta stoðsendingar, og skoraði einnig sex mörk. Lilleström endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð síðast Noregsmeistari árið 2019. „Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir hjá Lilleström. Þetta er toppfélag með góða sögu. Ég hlakka til að hitta liðið og byrja þetta,“ segir Ásdís Karen á heimasíðu Lilleström. View this post on Instagram A post shared by LSK Kvinner (@lskkvinner) „Ég hef spilað með Val síðustu fjögur ár, og vann deildina þrjú síðustu ár í röð. Hérna hef ég öðlast góða reynslu af því að vinna, auk reynslu af því að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég ætla að stuðla að því að Lilleström berjist á toppnum og komist í Meistaradeildina,“ segir Ásdís Karen. Ásdís Karen er uppalin hjá KR en fór til Vals fyrir tímabilið 2018. Hún hefur einnig spilað tvö ár í bandaríska háskólaboltanum. Hún á að baki 32 leiki fyrir íslensk landslið, þar af einn A-landsleik sem var vináttulandsleikur gegn Eistlandi í fyrra. Besta deild kvenna Valur Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ásdís er þriðja „Dísin“ sem yfirgefur Íslandsmeistara Vals í vetur en áður höfðu Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir farið til Växjö í Svíþjóð. Á móti fékk félagið til sín miðjumanninn Katie Cousins sem síðast lék með Þrótti. Ásdís hefur raðað inn titlum með Val síðustu ár og gengur nú til liðs við eitt af bestu liðum Noregs. Hún var fjórða stoðsendingahæst í Bestu deildinni í ár, með átta stoðsendingar, og skoraði einnig sex mörk. Lilleström endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð síðast Noregsmeistari árið 2019. „Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir hjá Lilleström. Þetta er toppfélag með góða sögu. Ég hlakka til að hitta liðið og byrja þetta,“ segir Ásdís Karen á heimasíðu Lilleström. View this post on Instagram A post shared by LSK Kvinner (@lskkvinner) „Ég hef spilað með Val síðustu fjögur ár, og vann deildina þrjú síðustu ár í röð. Hérna hef ég öðlast góða reynslu af því að vinna, auk reynslu af því að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég ætla að stuðla að því að Lilleström berjist á toppnum og komist í Meistaradeildina,“ segir Ásdís Karen. Ásdís Karen er uppalin hjá KR en fór til Vals fyrir tímabilið 2018. Hún hefur einnig spilað tvö ár í bandaríska háskólaboltanum. Hún á að baki 32 leiki fyrir íslensk landslið, þar af einn A-landsleik sem var vináttulandsleikur gegn Eistlandi í fyrra.
Besta deild kvenna Valur Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira