Dæmd fyrir morðið á Briönnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:33 Brianna ásamt eldri systur sinni Aishu. Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk. Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Morðið á Briönnu vakti gríðarlega mikla athygli en Brianna var trans. Lögreglan útilokaði þó að um hatursglæp væri að ræða. Saksóknari í málinu sagði að málið væri eitt það óhugnalegasta sem hefði komið á hans borð. Morðið er sagt „glórulaust“ í umfjöllun Guardian. Morðið þaulskipulagt Þar kemur fram að ungmennin tvö, strákur og stelpa, hafi skipulagt morðið á Briönnu með miklum fyrirvara. Brianna var stungin 28 sinnum í almenningsgarði. Stelpan var heilluð af raðmorðingjum og gortaði sig af því að hafa horft á pyntingarmyndbönd. Hún sagðist hafa haft Briönnu á heilanum. Hún og Brianna hafi verið vinir í nokkra mánuði áður en hún hafi farið að leggja á ráðin um að myrða hana. Nigel Parr, rannsóknarlögreglumaður, sagði dómstólnum frá því að Brianna hefði verið svikin af ungmennunum tveimur. Ástæðan fyrir morðinu hefði einungis verið sú að þau hafi viljað prófa hvernig það væri að fremja morð. Talaði um Briönnu sem „bráð“ Þá kemur fram í umfjöllun Guardian að strákurinn hafi aldrei hitt Briönnu fyrr en daginn sem hún var myrt, síðdegis þann 11. febrúar. Þau hafi rætt sín á milli í þúsundum WhatsApp skilaboðum um hvaða börn þeim langaði til að myrða. Þau hafi ætlað sér að myrða annan strák en ekki náð að lokka hann í Culcheth Linear almenningsgarðinn og því beint spjónum sínum að Briönnu. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“ í skuilaboðum sínum, sagt að það yrði auðveldara að myrða hana og að hann „langaði til að sjá ef það muni öskra eins og karl eða stelpa.“ Snerust gegn hvort öðru Í umfjöllun Guardian kemur fram að ungmennin tvö hafi verið vinir síðan þau voru 11 ára. Þau hafi hins vegar snúist gegn hvort öðru eftir að lögregla handtók þau. Stúlkan hafi fyrst sagt lögreglu að Brianna hafi horfið á brott með stráki frá Manchester en síðan breytt framburði sínum og sagt lögreglu að strákurinn hafi myrt hana. Strákurinn kenndi stúlkunni á sama tíma um morðið. Hann sagðist hafa verið að pissa í almenningsgarðinum þegar hann hafi snúið sér við og séð stúlkuna stinga Briönnu. Hann sagði stúlkuna vera satanista og hafa verið það síðan hún var átta ára. Eftir að lögregla fann morðvopnið í herbergi stráksins, segir í frétt Guardian að hann hafi hætt að tala. Hann hafi því fengið að bera vitni fyrir dómi í gegnum textaskilaboð. Guardian hefur eftir móðir Briönnu, Esther Grey, að dóttir sín hafi verið lífsglöð stúlka sem hafi dreymt um að verða fræg á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Brianna hafi verið fyndin, snjöll og hugrökk.
Bretland England Málefni trans fólks Erlend sakamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira