Ræddu samruna Warner og Paramount Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 12:03 David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount. David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira