Móðir og fjögur börn fundust myrt í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:35 Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Meaux á jóladag. EPA Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 33 ára karlmann eftir að kona og fjögur börn fundust látin í húsi skammt frá höfuðborginni París. Franskir fjölmiðlar segja þau hafa fundist látin heimili sínu í bænum Meaux, austur af París, á jóladag. Börnin voru níu mánaða, fjögurra ára, sjö ára og tíu ára, en hinn handtekni er faðir barnanna. Saksóknarar segja vinkona hinnar látnu hafa haft samband við lögreglu og lýst þar yfir áhyggjum sem varð til þess að lögreglumenn fóru á vettvang og fundu konuna og börnin látin. „Heil fjölskylda var drepin, stungin með hníf í grimmilegri árás. Þetta er hræðilegt,“ segir Jean-François Cope, bæjarstjóri í Meaux, í samtali við AP. Talsmaður lögreglu segir að engin merki hafi verið um innbrot í íbúðina og faðirinn hafi ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var svo handtekinn í grennd við bæinn Sevran nokkru síðar. Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar á jóladag. Er talið að móðirin og dæturnar, sjö og tíu ára, verið stungnar með hníf en að maðurinn hafi kyrkt eða drekkt yngri börnin tvö, fjögurra ára og níu mánaða. Franskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður sé í málinu hafi áður verið handtekinn eftir að hafa stungið móður barna sinna með hníf árið 2019. Rannsókn á því máli hafi verið felld niður þar sem maðurinn hafi ekki verið metinn sakhæfur. Tveimur árum áður hafði maðurinn verið lagður inn á geðdeild. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Frakklandi og vakið upp umræðu um heimilisofbeldi, en það sem af er ári hafa á annað hundrað kvenna verið drepin af maka sínum eða fyrrverandi maka í landinu. Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Franskir fjölmiðlar segja þau hafa fundist látin heimili sínu í bænum Meaux, austur af París, á jóladag. Börnin voru níu mánaða, fjögurra ára, sjö ára og tíu ára, en hinn handtekni er faðir barnanna. Saksóknarar segja vinkona hinnar látnu hafa haft samband við lögreglu og lýst þar yfir áhyggjum sem varð til þess að lögreglumenn fóru á vettvang og fundu konuna og börnin látin. „Heil fjölskylda var drepin, stungin með hníf í grimmilegri árás. Þetta er hræðilegt,“ segir Jean-François Cope, bæjarstjóri í Meaux, í samtali við AP. Talsmaður lögreglu segir að engin merki hafi verið um innbrot í íbúðina og faðirinn hafi ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var svo handtekinn í grennd við bæinn Sevran nokkru síðar. Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar á jóladag. Er talið að móðirin og dæturnar, sjö og tíu ára, verið stungnar með hníf en að maðurinn hafi kyrkt eða drekkt yngri börnin tvö, fjögurra ára og níu mánaða. Franskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður sé í málinu hafi áður verið handtekinn eftir að hafa stungið móður barna sinna með hníf árið 2019. Rannsókn á því máli hafi verið felld niður þar sem maðurinn hafi ekki verið metinn sakhæfur. Tveimur árum áður hafði maðurinn verið lagður inn á geðdeild. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Frakklandi og vakið upp umræðu um heimilisofbeldi, en það sem af er ári hafa á annað hundrað kvenna verið drepin af maka sínum eða fyrrverandi maka í landinu.
Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira