Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2023 13:39 Sean Bradley var búsettur á Selfossi, en hann lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekkert hefur spurst til hans síðan 2018. Vísir/Vilhelm Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn. Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn.
Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira