Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2023 13:39 Sean Bradley var búsettur á Selfossi, en hann lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekkert hefur spurst til hans síðan 2018. Vísir/Vilhelm Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn. Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn.
Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent