Góðu fréttirnar sem gleymast... Sandra B. Franks skrifar 28. desember 2023 09:00 Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar