Myndi hugsa sig tvisvar um ef símtal bærist frá Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýrðu íslenska landsliðinu í sameiningu á EM 2016. Visir/Getty Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta telur ólíklegt að hann taki að sér annað þjálfarastarf í boltanum. Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan Landslið karla í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira