Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson Margrét Kristín Blöndal skrifar 1. janúar 2024 10:01 Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar