Spilling, hvað er nú það? Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. janúar 2024 10:30 Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar