Orkumálastjóri skipar fyrirtækjum í fylkingar Sigurður Hannesson skrifar 1. janúar 2024 20:00 Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein. Staða orkumála á Íslandi er alvarleg eftir kyrrstöðu um árabil. Meiri olíu var brennt hér á landi á nýliðnu ári en árin áður með tilheyrandi aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Þriðja veturinn í röð eru skerðingar á afhendingu raforku og tjónið vegna tapaðra útflutningstekna er mælt í tugum milljarða. Einnig hefur verið bent á að þröng staða í raforkumálum hamlar atvinnuuppbyggingu um allt land. Við þessari stöðu er bara ein raunveruleg lausn. Ráðast þarf að rót vandans og virkja meiri endurnýjanlega orku og efla flutningskerfið til að mæta þörfum samfélagsins alls. SI hafa í nokkur ár vakið athygli á þessari stöðu og varað við afleiðingum hennar. Ráðherra orkumála og þingið hafa á þessu kjörtímabili gert sitt með afgreiðslu rammaáætlunar og með öðrum verkefnum sem miða málum í rétta átt. Orkumálastjóri gegnir lykilstöðu við að rjúfa kyrrstöðuna í krafti embættis síns. Því miður hefur of lítið gerst eins og sjá má af ferlinu í kringum Hvammsvirkjun sem hefur verið á teikniborðinu í kringum tvo áratugi og formlega á borði Orkustofnunar í nokkur ár. SI tala fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. SI sendu vandaða og ítarlega umsögn um málið sem vakti verðskuldaða athygli. Tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings og ýmsar leiðir settar fram, ólíkt því sem orkumálastjóri heldur fram. Í umsögninni segir orðrétt: Það skal tekið fram að SI taka að fullu undir mikilvægi þess að útfæra viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi og framboð á raforku og að skýra þurfi hlutverk og ábyrgð aðila á raforkumarkaði við að tryggja raforkuöryggi. Þá taka samtökin einnig undir að skilgreina þurfi alþjónustu með fullnægjandi hætti í raforkulögum og hverjir skuli njóta hennar, m.a. í samræmi við regluverk EES samningsins hvað það varðar. Þá taka SI heilshugar undir það sem segir í athugasemdum við frumvarpið að staða raforkumála er erfið og orkuöryggi hér á landi er mikilvægt úrlausnarefni. Hins vegar telja SI að þær leiðir sem boðaðar eru í fyrirliggjandi frumvarpi séu síst til þess fallnar að leysa þá alvarlegu stöðu sem uppi er. Þvert á móti munu þær fresta óumflýjanlegum aðgerðum sem taka á hinum raunverulega vanda. Hér sést svart á hvítu að SI tala eindregið fyrir hagsmunum jafnt heimila og fyrirtækja, þvert á það sem orkumálastjóri fullyrðir í sinni grein. Hins vegar verður ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað eins og nánar er fjallað um í umsögn SI og umsagnir fjölda annarra aðila staðfesta. Því til staðfestingar urðu miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Lausnamiðuð nálgun SI SI vísa því alfarið á bug, sem ýjað er að í grein orkumálastjóra, að samtökin leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. SI tala fyrir markaðslausnum. Að því sögðu er eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, s.s. heimili og mikilvægir innviðir, og hafa SI hvatt til þess. En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku. Þá tala SI eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi. Það eru sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Það er ekki skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og hverjir síður og dregur það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Orkumálastjóri segir í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það er ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Vanhæfi orkumálastjóra Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt. Hlutverk embættismanna er þannig að framfylgja settum lögum og reglum við meðferð mála. Í umsögn SI er bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fer með eftirlit á raforkumarkaði og veitir leyfi þá valda þessi ummæli að mati SI vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir eins og ítarlega er rökstutt í umsögn samtakanna. Í umsögninni kom fram það sem margir hafa hugsað undanfarin misseri og er það alvarleg staða. Það segir sína sögu að eftir umfjöllun atvinnuveganefndar ákvað nefndin að fela ráðherra valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari. Óvenjulegt að embættismaður skipi í fylkingar Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað. Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki. Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar. Tökum mikilvægar ákvarðanir Iðnaður skapaði um 760 milljarða í útflutningstekjur árið 2022 og um þessar mundir starfa um 50 þúsund manns í fjölbreyttum iðnaði á Íslandi. SI tala ötullega fyrir hagsmunum alls iðnaðar, lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja, og þar með samfélagsins í heild. Ísland er gott samfélag þar sem lífsgæði eru mikil í alþjóðlegum samanburði. Það er ekki tilviljun heldur er Ísland í fremstu röð vegna þess að hér voru teknar stórar og mikilvægar ákvarðanir um uppbyggingu innviða, þar á meðal raforkuframleiðslu, fjárfestingu í menntun þjóðarinnar og nú síðast með öflugri umgjörð nýsköpunar. Þetta var ekki sjálfsagt en samfélagið allt nýtur þessara ákvarðana í dag. Nú, eins og áður, stöndum við frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir sem framtíðarkynslóðir munu njóta góðs af og hugsa til baka með þakklæti, rétt eins og við erum þakklát forfeðrum og formæðrum okkar fyrir áræðni og stórhug. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri fer mikinn í nýárspistli sínum sem birtist í morgun og efnir til óþarfa átaka um markmið sem eiga að vera sameiginleg - að auka vægi grænnar orku á Íslandi. Í greininni er kvartað undan málefnalegri umræðu um orkumál á Íslandi, umræðu sem er löngu tímabær með hliðsjón af þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. Í lýðræðissamfélagi er ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Í grein sinni býr orkumálastjóri til strámann sem hún fellir svo en það er hins vegar ljúft og skylt að leiðrétta helstu rangfærslur um afstöðu Samtaka iðnaðarins (SI) sem fram koma í umræddri grein. Staða orkumála á Íslandi er alvarleg eftir kyrrstöðu um árabil. Meiri olíu var brennt hér á landi á nýliðnu ári en árin áður með tilheyrandi aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Þriðja veturinn í röð eru skerðingar á afhendingu raforku og tjónið vegna tapaðra útflutningstekna er mælt í tugum milljarða. Einnig hefur verið bent á að þröng staða í raforkumálum hamlar atvinnuuppbyggingu um allt land. Við þessari stöðu er bara ein raunveruleg lausn. Ráðast þarf að rót vandans og virkja meiri endurnýjanlega orku og efla flutningskerfið til að mæta þörfum samfélagsins alls. SI hafa í nokkur ár vakið athygli á þessari stöðu og varað við afleiðingum hennar. Ráðherra orkumála og þingið hafa á þessu kjörtímabili gert sitt með afgreiðslu rammaáætlunar og með öðrum verkefnum sem miða málum í rétta átt. Orkumálastjóri gegnir lykilstöðu við að rjúfa kyrrstöðuna í krafti embættis síns. Því miður hefur of lítið gerst eins og sjá má af ferlinu í kringum Hvammsvirkjun sem hefur verið á teikniborðinu í kringum tvo áratugi og formlega á borði Orkustofnunar í nokkur ár. SI tala fyrir hagsmunum almennings, heimila og fyrirtækja Frumvarp um skömmtun raforku var nýlega lagt fram á Alþingi í þeirri tilraun að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. SI sendu vandaða og ítarlega umsögn um málið sem vakti verðskuldaða athygli. Tekið er undir meginmarkmið frumvarpsins um að gæta þurfi hagsmuna almennings og ýmsar leiðir settar fram, ólíkt því sem orkumálastjóri heldur fram. Í umsögninni segir orðrétt: Það skal tekið fram að SI taka að fullu undir mikilvægi þess að útfæra viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi og framboð á raforku og að skýra þurfi hlutverk og ábyrgð aðila á raforkumarkaði við að tryggja raforkuöryggi. Þá taka samtökin einnig undir að skilgreina þurfi alþjónustu með fullnægjandi hætti í raforkulögum og hverjir skuli njóta hennar, m.a. í samræmi við regluverk EES samningsins hvað það varðar. Þá taka SI heilshugar undir það sem segir í athugasemdum við frumvarpið að staða raforkumála er erfið og orkuöryggi hér á landi er mikilvægt úrlausnarefni. Hins vegar telja SI að þær leiðir sem boðaðar eru í fyrirliggjandi frumvarpi séu síst til þess fallnar að leysa þá alvarlegu stöðu sem uppi er. Þvert á móti munu þær fresta óumflýjanlegum aðgerðum sem taka á hinum raunverulega vanda. Hér sést svart á hvítu að SI tala eindregið fyrir hagsmunum jafnt heimila og fyrirtækja, þvert á það sem orkumálastjóri fullyrðir í sinni grein. Hins vegar verður ekki hjá því litið að frumvarpið var meingallað eins og nánar er fjallað um í umsögn SI og umsagnir fjölda annarra aðila staðfesta. Því til staðfestingar urðu miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Lausnamiðuð nálgun SI SI vísa því alfarið á bug, sem ýjað er að í grein orkumálastjóra, að samtökin leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. SI tala fyrir markaðslausnum. Að því sögðu er eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, s.s. heimili og mikilvægir innviðir, og hafa SI hvatt til þess. En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku. Þá tala SI eindregið fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn raforka verði framleidd hér á landi. Það eru sameiginlegir hagsmunir alls atvinnulífs og iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Það er ekki skýrt hvort Orkustofnun tali fyrir því nema með skilyrðum um það hverjir megi kaupa raforkuna og hverjir síður og dregur það athygli að mögulegu vanhæfi orkumálastjóra. Orkumálastjóri segir í grein sinni að SI gagnrýni ummæli hennar um að almenningur fái að njóta raforku. Það er ekki rétt og ekki þau ummæli sem vísað er til. Vanhæfi orkumálastjóra Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir því að orkumálastjóri hefði heimildir til skömmtunar raforku þegar á þyrfti að halda. Almenningur þarf að geta treyst því að embættismenn fjalli um mál á hlutlægan hátt. Hlutverk embættismanna er þannig að framfylgja settum lögum og reglum við meðferð mála. Í umsögn SI er bent á fjölda ummæla orkumálastjóra þess efnis að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Með hliðsjón af því að Orkustofnun fer með eftirlit á raforkumarkaði og veitir leyfi þá valda þessi ummæli að mati SI vanhæfi orkumálastjóra til að taka ákvarðanir eins og ítarlega er rökstutt í umsögn samtakanna. Í umsögninni kom fram það sem margir hafa hugsað undanfarin misseri og er það alvarleg staða. Það segir sína sögu að eftir umfjöllun atvinnuveganefndar ákvað nefndin að fela ráðherra valdið til skömmtunar, í stað orkumálastjóra, af þeirri einföldu ástæðu að Orkustofnun er ekki treyst fyrir þessari miklu ábyrgð, meðal annars vegna framgöngu orkumálastjóra undanfarin ár. Skilaboðin verða ekki mikið skýrari. Óvenjulegt að embættismaður skipi í fylkingar Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað. Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki. Í grein sinni í morgun heldur orkumálastjóri uppteknum hætti. Við og þið hugsunin skín þar í gegn. „Venjuleg“ fyrirtæki eiga að fá raforku en óljóst er hvað orkumálastjóri sér fyrir sér með hin fyrirtækin. Með því að skipa fyrirtækjum í þessar fylkingar, þau „venjulegu“ og svo hin fyrirtækin, gerir orkumálastjóri einmitt það sem hann varar við, þ.e. að skipa í fylkingar. Tökum mikilvægar ákvarðanir Iðnaður skapaði um 760 milljarða í útflutningstekjur árið 2022 og um þessar mundir starfa um 50 þúsund manns í fjölbreyttum iðnaði á Íslandi. SI tala ötullega fyrir hagsmunum alls iðnaðar, lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja, og þar með samfélagsins í heild. Ísland er gott samfélag þar sem lífsgæði eru mikil í alþjóðlegum samanburði. Það er ekki tilviljun heldur er Ísland í fremstu röð vegna þess að hér voru teknar stórar og mikilvægar ákvarðanir um uppbyggingu innviða, þar á meðal raforkuframleiðslu, fjárfestingu í menntun þjóðarinnar og nú síðast með öflugri umgjörð nýsköpunar. Þetta var ekki sjálfsagt en samfélagið allt nýtur þessara ákvarðana í dag. Nú, eins og áður, stöndum við frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir sem framtíðarkynslóðir munu njóta góðs af og hugsa til baka með þakklæti, rétt eins og við erum þakklát forfeðrum og formæðrum okkar fyrir áræðni og stórhug. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun