Má kíkja í heimsókn og skoða gögnin en fær þau ekki afhent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:00 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Esau er ákærður í Namibíu en Þorsteinn Már er meðal sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Íslandi. Wikileaks Sakborningur í Samherjamálinu fær ekki afrit af umfangsmiklum gögnum sem bárust héraðssaksóknara frá yfirvöldum í Namibíu í sumar. Verjanda sakborningsins er þó frjálst að kíkja í heimsókn á skrifstofu héraðssaksóknara og skoða gögnin. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti um miðjan desember niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á synjun á afhendingu gagnanna. Gögnin bárust héraðssaksóknara í júlí á rafrænu formi en um er að ræða tugþúsundir blaðsíðna. Rannsókn héraðssaksóknara á greiðslum frá Samherjatengdum félögum til áhrifafólks í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðiheimildum hefur staðið yfir síðan í nóvember 2019. Níu Íslendingar hafa stöðu sakbornings við rannsóknina en þeirra á meðal er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Lýst sem stærsta spillingarmáli Íslandssögunnar Fram kom í frétt RÚV í október að í tólf blaðsíðna bréfi héraðssaksóknara til Namibíu um afhendingu gagna hefði Samherjamálinu verið lýst sem stærsta spillingarmáli sem nokkru sinni hefði sætt rannsókn á Íslandi. Málið snúist um meint peningaþvætti, auðgunarbrot og hundruð milljóna króna mútugreiðslu til Namibíumanna til að koma höndum yfir kvóta þar í landi sem metinn er á milljarða króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Málið hefur verið til rannsóknar hjá embættinu í á fimmta ár.Vísir/vilhelm Gögnin sem óskað var eftir haustið 2022 voru meðal annars bankaupplýsingar um átta félög tengd Samherja og sextán önnur namibísk félög sem tengjast málinu. Bakgrunnsupplýsingar um tíu Namibíumenn sem sæta ákæru þar í landi og alls kyns önnur gögn. Má þar nefna afrit af símum og tölvum sem lagt var hald á við rannsókn namibískra yfirvalda, ársreikninga, samninga, vitnaskýrslur og upplýsingar um kvótaúthlutanir. Gögnin bárust sumarið 2023 en fram kemur í úrskurði Landsréttar að enn sé verið að fara yfir gögnin og því óljóst hvaða gögn verði að gögnum málsins hér á landi. Arnar Þór Stefánsson hefur gætt hagsmuna Samherja í málinu. Hann er verjandi sakbornings í málinu sem óskaði eftir aðgangi að þeim gögnum sem bárust í sumar.Vísir/Vilhelm Arnar Þór Stefánsson, lögmaður eins sakborningsins í Samherjamálinu hér á landi, gerði kröfu um að fá þessi gögn afhent. Héraðssaksóknari hafnaði beiðninni enda tengdust gögnin mun fleiri aðilum en skjólstæðingi hans sem enn liggur ekki fyrir hvort verði ákærður í málinu. Arnari Þór var hins vegar boðið á skrifstofu héraðssaksóknara til að fletta í gegnum gögnin. Vesen fyrir dómi í Namibíu Arnar Þór fór með málið fyrir dóm og krafðist þess að fá afrit af öllum gögnunum. Héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni en benti á að Arnar Þór gæti skoðað gögnin og þá gert kröfu um afrit af einstaka gögnum sem ættu þá við hans skjólstæðing. Arnar Þór kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hafnaði sömuleiðis beiðni hans. Fram kom í Heimildinni á dögunum að réttarhöld yfir Namibíumönnunum tíu hafi hafist formlega upp úr miðjum desember í einum anga málsins. Þinghald hafi gengið illa því ákærðu neituðu ýmist að taka afstöðu til ákærunnar auk þess sem sumir lögmenn þeirra mættu ekki eða sögðu sig frá verjendastörfum. Þá er vanhæfiskrafa á hendur einum dómara á dagskrá í yfirrétti í mars. Mennirnir tíu í Namibíu hafa flestir setið í varðhaldi, bak við lás og slá, síðan í nóvember 2019 þegar RÚV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin svokölluðu með hjálp Wikileaks. Samherjaskjölin Lögreglumál Namibía Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti um miðjan desember niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á synjun á afhendingu gagnanna. Gögnin bárust héraðssaksóknara í júlí á rafrænu formi en um er að ræða tugþúsundir blaðsíðna. Rannsókn héraðssaksóknara á greiðslum frá Samherjatengdum félögum til áhrifafólks í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðiheimildum hefur staðið yfir síðan í nóvember 2019. Níu Íslendingar hafa stöðu sakbornings við rannsóknina en þeirra á meðal er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Lýst sem stærsta spillingarmáli Íslandssögunnar Fram kom í frétt RÚV í október að í tólf blaðsíðna bréfi héraðssaksóknara til Namibíu um afhendingu gagna hefði Samherjamálinu verið lýst sem stærsta spillingarmáli sem nokkru sinni hefði sætt rannsókn á Íslandi. Málið snúist um meint peningaþvætti, auðgunarbrot og hundruð milljóna króna mútugreiðslu til Namibíumanna til að koma höndum yfir kvóta þar í landi sem metinn er á milljarða króna. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Málið hefur verið til rannsóknar hjá embættinu í á fimmta ár.Vísir/vilhelm Gögnin sem óskað var eftir haustið 2022 voru meðal annars bankaupplýsingar um átta félög tengd Samherja og sextán önnur namibísk félög sem tengjast málinu. Bakgrunnsupplýsingar um tíu Namibíumenn sem sæta ákæru þar í landi og alls kyns önnur gögn. Má þar nefna afrit af símum og tölvum sem lagt var hald á við rannsókn namibískra yfirvalda, ársreikninga, samninga, vitnaskýrslur og upplýsingar um kvótaúthlutanir. Gögnin bárust sumarið 2023 en fram kemur í úrskurði Landsréttar að enn sé verið að fara yfir gögnin og því óljóst hvaða gögn verði að gögnum málsins hér á landi. Arnar Þór Stefánsson hefur gætt hagsmuna Samherja í málinu. Hann er verjandi sakbornings í málinu sem óskaði eftir aðgangi að þeim gögnum sem bárust í sumar.Vísir/Vilhelm Arnar Þór Stefánsson, lögmaður eins sakborningsins í Samherjamálinu hér á landi, gerði kröfu um að fá þessi gögn afhent. Héraðssaksóknari hafnaði beiðninni enda tengdust gögnin mun fleiri aðilum en skjólstæðingi hans sem enn liggur ekki fyrir hvort verði ákærður í málinu. Arnari Þór var hins vegar boðið á skrifstofu héraðssaksóknara til að fletta í gegnum gögnin. Vesen fyrir dómi í Namibíu Arnar Þór fór með málið fyrir dóm og krafðist þess að fá afrit af öllum gögnunum. Héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni en benti á að Arnar Þór gæti skoðað gögnin og þá gert kröfu um afrit af einstaka gögnum sem ættu þá við hans skjólstæðing. Arnar Þór kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hafnaði sömuleiðis beiðni hans. Fram kom í Heimildinni á dögunum að réttarhöld yfir Namibíumönnunum tíu hafi hafist formlega upp úr miðjum desember í einum anga málsins. Þinghald hafi gengið illa því ákærðu neituðu ýmist að taka afstöðu til ákærunnar auk þess sem sumir lögmenn þeirra mættu ekki eða sögðu sig frá verjendastörfum. Þá er vanhæfiskrafa á hendur einum dómara á dagskrá í yfirrétti í mars. Mennirnir tíu í Namibíu hafa flestir setið í varðhaldi, bak við lás og slá, síðan í nóvember 2019 þegar RÚV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin svokölluðu með hjálp Wikileaks.
Samherjaskjölin Lögreglumál Namibía Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira