Framtíð Gylfa ráðist í vor Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Lyngby í haust eftir afar langa fjarveru frá fótbolta. Getty/Lars Ronbog Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby ætla ekki að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu fyrr en í vor. Það mun sömuleiðis vera hans vilji. Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44