Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 09:31 Íslenska landsliðið stendur í ströngu í janúar, eins og mörg undanfarin ár. VÍSIR/VILHELM Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi en heldur svo til Austurríkis á morgun þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki, á laugardag og mánudag. Strákarnir fara svo yfir landamærin til Þýskalands, nánar tiltekið til München, þar sem fyrsti leikur á EM verður við Serbíu föstudaginn 12. janúar. Áhuginn á þeim er að vanda afar mikill og búist er við að um 4.000 Íslendingar verði á svæðinu í München. Leikirnir á EM verða í minnsta lagi þrír, en komist Ísland upp úr sínum riðli bætast við fjórir leikir í milliriðli. Loks er auðvitað möguleiki á leik í undanúrslitum, og í kjölfarið leik um gull- eða bronsverðlaun. Dagskrána hjá íslenska landsliðinu má sjá hér að neðan. Dagskrá íslenska landsliðsins Laugardagur 6. janúar, kl. 17.15: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Mánudagur 8. janúar, kl. 17.10: Austurríki – Ísland, vináttulandsleikur Föstudagur 12. janúar, kl. 17.00: Ísland – Serbía, C-riðill Sunnudagur 14. janúar, kl. 17.00: Svartfjallaland – Ísland, C-riðill Þriðjudagur 16. janúar, kl. 19.30: Ísland – Ungverjaland, C-riðill Ekki liggur fyrir hvort Ísland spilar fleiri leiki en fari svo að liðið komist upp úr C-riðlinum bíða í milliriðlinum í Köln fjórir afar sterkir mótherjar. Sennilegast er að það verði Frakkland, Spánn, gestgjafar Þýskalands og Króatía. Riðlar og milliriðlar á EM karla í handbolta. Eins og sjá má fer Ísland í milliriðil I með liðum úr A- og B-riðli.VÍSIR Leikdagarnir í milliriðli: 18. janúar 20. janúar 22. janúar 24. janúar Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo áfram í undanúrslitin 26. janúar sem einnig eru leikin í Köln, líkt og leikirnir um gull- og bronsverðlaunin sem fram fara 28. janúar. Ef allt gengur eins og í ævintýri og Ísland spilar um verðlaun á mótinu mun liðið því leika alls ellefu landsleiki á 22 dögum í þessum mánuði.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira