Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 12:24 Fjölga mun í hópi þeirra sem tjalda á Austurvelli. Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. Um er að ræða fjórðu mótmælin við Utanríkisráðuneytið frá því árásir Ísraels á Gasa hófust. Þaðan verður gengin samstöðuganga á Austurvöll þar sem fram fer samstöðufundur. Mótmælin við ráðuneytið hefjast klukkan 14. „Tilefnið er að nú erum við að þrýsta á ríkisstjórn Íslands, vegna þess að hér á landi eru Gasabúar sem eru komnir með öll réttindi til fjölskyldusameiningar, en það eru ættingjar þeirra sem eru strandaðir á Gasa í stórri lífshættu. Og það hefur ekki gengið að fá ríkisstjórnina til þess að gera nægilegt í málinu til þess að þetta fólk geti komist hingað,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.Vísir/Steingrímur Dúi Nokkrir Palestínumenn sem rétt eiga á fjölskyldusameiningu hafa dvalið í tjöldum á Austurvelli í meira en viku, til þess að knýja á um að hreyfing komist á mál þeirra. Íslenskir aðgerðasinnar hyggjast nú gera slíkt hið sama. „Það er þarna hópurinn No Borders. Þeir eru með plön um það að sýna þeim samstöðu með því að vera þarna líka. Þeir verða þarna svo lengi sem ríkisstjórnin gerir ekki, eins og margar ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmissa Evrópuríkja, hafa sótt fólk til Gasa sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Íslenska ríkisstjórnin virðist ekki ætla gera neitt í því máli. Dregur lappirnar.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28 Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Um er að ræða fjórðu mótmælin við Utanríkisráðuneytið frá því árásir Ísraels á Gasa hófust. Þaðan verður gengin samstöðuganga á Austurvöll þar sem fram fer samstöðufundur. Mótmælin við ráðuneytið hefjast klukkan 14. „Tilefnið er að nú erum við að þrýsta á ríkisstjórn Íslands, vegna þess að hér á landi eru Gasabúar sem eru komnir með öll réttindi til fjölskyldusameiningar, en það eru ættingjar þeirra sem eru strandaðir á Gasa í stórri lífshættu. Og það hefur ekki gengið að fá ríkisstjórnina til þess að gera nægilegt í málinu til þess að þetta fólk geti komist hingað,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.Vísir/Steingrímur Dúi Nokkrir Palestínumenn sem rétt eiga á fjölskyldusameiningu hafa dvalið í tjöldum á Austurvelli í meira en viku, til þess að knýja á um að hreyfing komist á mál þeirra. Íslenskir aðgerðasinnar hyggjast nú gera slíkt hið sama. „Það er þarna hópurinn No Borders. Þeir eru með plön um það að sýna þeim samstöðu með því að vera þarna líka. Þeir verða þarna svo lengi sem ríkisstjórnin gerir ekki, eins og margar ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmissa Evrópuríkja, hafa sótt fólk til Gasa sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Íslenska ríkisstjórnin virðist ekki ætla gera neitt í því máli. Dregur lappirnar.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28 Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28
Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent