ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 16:00 Anton Sveinn McKee er öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í París. instagram/@antonmckee Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum.
Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira