Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 10:26 Galcerán hefur unnið sig upp innan flokks síns á sama tíma og hún hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið. Getty/Jorge Gil Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“ Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“
Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent