Þátturinn var tekinn upp í Ólympíuhöllinni í München eftir að þúsundir Íslendinga höfðu þar fylgst með slakri frammistöðu íslenska liðsins sem þó kreisti með ævintýralegum hætti fram jafntefli. Naumur sigur Ungverja á Svartfellingum hjálpaði ekki til.
En kannski má segja að betra sé að enda mót frábærlega en að byrja þau frábærlega eins og Ísland hefur svo oft gert.
Í þættinum er farið yfir þetta, „þrotlélegt“ kvöld lykilmanna, yfirtöku íslenskra stuðningsmanna sem skyggðu á stuðningsmenn Bayern í borginni, og fleira, auk þess sem lukkudýrið Hannibal bar á góma.
Þáttinn má sjá hér að neðan.
Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.