„Við erum með frábæra sóknarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 12:01 Elvar Örn Jónsson er íslenska liðinu afar mikilvægur enda öflugur á báðum endum vallarins. Hér er hann í loftinu í leiknum gegn Serbum. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn. „Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32