Einkunnir Strákanna okkar á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi og Björgvin til bjargar en hornaþrot Íþróttadeild Vísis skrifar 14. janúar 2024 19:28 Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins gegn því svartfellska í dag. vísir/vilhelm Annan leikinn í röð slapp íslenska karlalandsliðið í handbolta með skrekkinn þegar það vann Svartfjallaland, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í dag. Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins en hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókn Svartfjallalands. Björgvin átti stórgóða innkomu og reyndasti leikmaður íslenska liðsins kom því til bjargar á ögurstundu í dag. Ómar Ingi Magnússon svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Serbíu og átti mjög góðan leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson steig svo heldur betur upp undir lokin og skoraði síðustu tvö mörk Íslands. Hornamennirnir íslensku vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en þeir fóru illa með fjölmörg dauðafæri. Þeir Bjarki Már Elísson, Stiven Tobar Valencia, Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson klikkuðu samtals á tíu skotum í leiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 27:54 mín.) Byrjaði leikinn virkilega vel eins og gegn Serbíu en datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varði sjö skot og skilaði ágætis frammistöðu. Sat á bekknum í seinni hálfleik. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (3 mörk - 48:14 mín.) Ekki besti dagur Bjarka. Virkaði kærulaus, bæði í vörn og sókn, og klikkaði á þremur dauðafærum. Getur miklu betur en hann sýndi í dag. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 45:02 mín.) Frábær í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, og vann boltann nokkrum sinnum. Skoraði þrjú mörk úr sex skotum og hefði ef til vill mátt skjóta meira fyrir utan til að teyma Svartfellingana framar í vörninni. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 19:48 mín.) Gekk illa að spóla sig framhjá varnarmönnum Svartfjallalands og boltinn hefði á köflum mátt ganga hraðar í gegnum Gísla. En sá steig upp þegar mest á reyndi. Var ískaldur á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Á samt mikið inni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/3 mörk - 49:05 mín.) Velkominn til leiks Ómar Ingi! Eftir afleitan dag gegn Serbum var Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 bestur Íslendinga í leiknum í dag. Skoraði sjö mörk og það sjöunda og síðasta, sem hann skoraði úr algjörlega ómögulegu færi, verður lengi í minnum haft. Ágætur í vörninni en stundum full lengi að losa sig við boltann í sókninni. Gaf átta stoðsendingar og þær hefðu orðið miklu fleiri ef samherjar hans hefðu nýtt færin sín sómasamlega. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (1 mark - 11:13 mín.) Byrjaði inn á en fann sig engan veginn. Fékk fjögur dauðafæri snemma leiks en klikkaði á þremur þeirra. Hefði getað létt Íslendingum lífið mikið með því að skora úr skotunum sínum. Hauskúpuframmistaða hjá þessum frábæra leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 47:04 mín.) Eftir stutta viðveru í síðasta leik svaraði Elliði fyrir sig með flottri frammistöðu í dag. Klikkaði á þremur færum en skoraði samt sex mörk og var næstmarkahæstur á eftir Ómari. Getur spilað betur í vörninni og klikkaði nokkrum sinnum illa undir lokin. En Eyjamaðurinn stimplaði sig vel inn í mótið í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 42:59 mín.) Spilaði aðallega í vörn en skilaði tveimur góðum mörkum. Hefur spilað betur í vörninni en var frábær þegar á reyndi í lokasókn Svartfellinga. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 4 (9 varin skot - 27:39 mín.) Bjargaði andliti Íslendinga í dag. Björgvin kom inn á í hálfleik og byrjaði af miklum krafti, datt aðeins niður en sýndi svo mikla einbeitingu og færni þegar hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókninni. Forsetaframmistaða hjá okkar elsta og reyndasta manni! Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 2 (3 mörk - 47:52 mín.) Skoraði góð mörk með frábærum afgreiðslum en klikkaði á þremur færum. Getur gert og á að gera miklu betur. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 12:57 mín.) Duglegur að opna fyrir samherja sína og átti ótrúlega stoðsendingu á Elvar í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni og náði ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 10:51 mín.) Eftir frábæra innkomu gegn Serbum fann Viggó ekki taktinn í dag. Virkaði hálf ragur. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (1 mark - 12:37 mín.) Spilaði seinni hluta fyrri hálfleiks og skoraði þá sitt fyrsta stórmótsmark. Klikkaði á öðru skotinu sínu. En Stiven getur nýst íslenska liðinu vel og mun eflaust gera það á mótinu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (3 stopp - 10:21 mín.) Spilaði litla sókn en greip ekki eina línusendingu. Upp og niður í vörninni en var vel á verði í lokasókn Svartfjallalands og varðist henni frábærlega. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (6:24 mín) Fékk tækifæri í sókninni í fyrri hálfleik. Skoraði ekki en setti nokkrar tröllahindrarnir sem opnuðu fyrir samherja hans. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Er enn ósigraður sem þjálfari íslenska landsliðsins sem er með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. En frammistaða Íslendinga á mótinu til þessa hlýtur að valda Snorra heilabrotum. Getur ekki borið sök á afleitri færanýtingu í leiknum í dag en ber sína ábyrgð á því hversu höktandi sóknarleikurinn er og hnoðið mikið. Boltinn gengur ekki nógu hratt og það vantaði skot fyrir utan. Hraðaupphlaupin gengu ekki jafn vel og gegn Serbum og vörnin var ekki nógu góð. Snorri hreyfði íslenska liðið hins vegar talsvert og nýtti hópinn vel. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var hetja íslenska liðsins en hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókn Svartfjallalands. Björgvin átti stórgóða innkomu og reyndasti leikmaður íslenska liðsins kom því til bjargar á ögurstundu í dag. Ómar Ingi Magnússon svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Serbíu og átti mjög góðan leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson steig svo heldur betur upp undir lokin og skoraði síðustu tvö mörk Íslands. Hornamennirnir íslensku vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en þeir fóru illa með fjölmörg dauðafæri. Þeir Bjarki Már Elísson, Stiven Tobar Valencia, Sigvaldi Guðjónsson og Óðinn Þór Ríkharðsson klikkuðu samtals á tíu skotum í leiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (7 varin skot - 27:54 mín.) Byrjaði leikinn virkilega vel eins og gegn Serbíu en datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varði sjö skot og skilaði ágætis frammistöðu. Sat á bekknum í seinni hálfleik. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (3 mörk - 48:14 mín.) Ekki besti dagur Bjarka. Virkaði kærulaus, bæði í vörn og sókn, og klikkaði á þremur dauðafærum. Getur miklu betur en hann sýndi í dag. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 45:02 mín.) Frábær í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, og vann boltann nokkrum sinnum. Skoraði þrjú mörk úr sex skotum og hefði ef til vill mátt skjóta meira fyrir utan til að teyma Svartfellingana framar í vörninni. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (3 mörk - 19:48 mín.) Gekk illa að spóla sig framhjá varnarmönnum Svartfjallalands og boltinn hefði á köflum mátt ganga hraðar í gegnum Gísla. En sá steig upp þegar mest á reyndi. Var ískaldur á lokakaflanum og skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Á samt mikið inni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (7/3 mörk - 49:05 mín.) Velkominn til leiks Ómar Ingi! Eftir afleitan dag gegn Serbum var Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 bestur Íslendinga í leiknum í dag. Skoraði sjö mörk og það sjöunda og síðasta, sem hann skoraði úr algjörlega ómögulegu færi, verður lengi í minnum haft. Ágætur í vörninni en stundum full lengi að losa sig við boltann í sókninni. Gaf átta stoðsendingar og þær hefðu orðið miklu fleiri ef samherjar hans hefðu nýtt færin sín sómasamlega. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (1 mark - 11:13 mín.) Byrjaði inn á en fann sig engan veginn. Fékk fjögur dauðafæri snemma leiks en klikkaði á þremur þeirra. Hefði getað létt Íslendingum lífið mikið með því að skora úr skotunum sínum. Hauskúpuframmistaða hjá þessum frábæra leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (6 mörk - 47:04 mín.) Eftir stutta viðveru í síðasta leik svaraði Elliði fyrir sig með flottri frammistöðu í dag. Klikkaði á þremur færum en skoraði samt sex mörk og var næstmarkahæstur á eftir Ómari. Getur spilað betur í vörninni og klikkaði nokkrum sinnum illa undir lokin. En Eyjamaðurinn stimplaði sig vel inn í mótið í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 42:59 mín.) Spilaði aðallega í vörn en skilaði tveimur góðum mörkum. Hefur spilað betur í vörninni en var frábær þegar á reyndi í lokasókn Svartfellinga. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 4 (9 varin skot - 27:39 mín.) Bjargaði andliti Íslendinga í dag. Björgvin kom inn á í hálfleik og byrjaði af miklum krafti, datt aðeins niður en sýndi svo mikla einbeitingu og færni þegar hann varði tvö skot frá Vuko Borozan í lokasókninni. Forsetaframmistaða hjá okkar elsta og reyndasta manni! Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 2 (3 mörk - 47:52 mín.) Skoraði góð mörk með frábærum afgreiðslum en klikkaði á þremur færum. Getur gert og á að gera miklu betur. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 12:57 mín.) Duglegur að opna fyrir samherja sína og átti ótrúlega stoðsendingu á Elvar í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni og náði ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 10:51 mín.) Eftir frábæra innkomu gegn Serbum fann Viggó ekki taktinn í dag. Virkaði hálf ragur. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 3 (1 mark - 12:37 mín.) Spilaði seinni hluta fyrri hálfleiks og skoraði þá sitt fyrsta stórmótsmark. Klikkaði á öðru skotinu sínu. En Stiven getur nýst íslenska liðinu vel og mun eflaust gera það á mótinu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (3 stopp - 10:21 mín.) Spilaði litla sókn en greip ekki eina línusendingu. Upp og niður í vörninni en var vel á verði í lokasókn Svartfjallalands og varðist henni frábærlega. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (6:24 mín) Fékk tækifæri í sókninni í fyrri hálfleik. Skoraði ekki en setti nokkrar tröllahindrarnir sem opnuðu fyrir samherja hans. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Er enn ósigraður sem þjálfari íslenska landsliðsins sem er með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. En frammistaða Íslendinga á mótinu til þessa hlýtur að valda Snorra heilabrotum. Getur ekki borið sök á afleitri færanýtingu í leiknum í dag en ber sína ábyrgð á því hversu höktandi sóknarleikurinn er og hnoðið mikið. Boltinn gengur ekki nógu hratt og það vantaði skot fyrir utan. Hraðaupphlaupin gengu ekki jafn vel og gegn Serbum og vörnin var ekki nógu góð. Snorri hreyfði íslenska liðið hins vegar talsvert og nýtti hópinn vel.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira