Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 16:05 Mörg brotanna áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira