„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 07:30 Máté Lékai í hrömmum Elliða Snæs Viðarssonar í leiknum í gærkvöld. EPA-EFE/Anna Szilagyi Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46