Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 09:46 Karen Björk er spennt fyrir nýjum starfsvettvangi. Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. Karen Björk kemur úr forsætisráðuneytinu þar sem hún starfaði fyrir samstarfsvettvanginn Sjálfbært Ísland, m.a. við gerð nýrrar landsstefnu um sjálfbæra þróun, utanumhald gerðar og kynningu sjálfbærniskýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna og við að uppfæra aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Þar áður starfaði Karen Björk hjá Reykjavíkurborg á sviði loftslags- og sjálfbærnimála, meðal annars á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Karen Björk hefur einnig stýrt skipulagningu ráðstefna og funda þ.á.m. fyrir Festu – miðstöð um sjálfbærni, og Norræna húsið. Þá var hún hluti af fyrsta árgangi verkefnisins Loftslagsleiðtoginn. Karen Björk er með B.Sc. í viðskiptafræði og þjónustustjórnun frá CBS í Kaupmannahöfn og starfaði þar samhliða sem verkefnastjóri hjá sjálfbærniskrifstofu viðskiptaháskólans. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Karen Björk til liðs við Transition Labs. Hún býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á sviði loftslagsmála sem mun koma sér vel í þeim spennandi verkefnum sem eru framundan hjá okkur,“ segir Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs. Karen Björk Eyþórsdóttir er spennt fyrir verkefninu. „Ég er ótrúlega spennt að takast á við verkefnin hjá Transition Labs. Það eru forréttindi að fá að vinna við ástríðuna sína í frábæru og metnaðarfullu teymi hér á Íslandi, en á sama tíma að vinna að lausnum sem nýst gætu á heimsvísu. Ég hlakka til þess að fá að leggja mitt af mörkum við það að efla loftslagstengda nýsköpun og styðja við leiðandi fyrirtæki í þeim geira.“ í tilkynningu segir að Transition Labs vinni með mörgum metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims, aðstoði þau við að hefja starfsemi hér á landi og skapa þannig fyrirmyndir að uppbyggingu loftslagsverkefna um allan heim. Vistaskipti Loftslagsmál Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Karen Björk kemur úr forsætisráðuneytinu þar sem hún starfaði fyrir samstarfsvettvanginn Sjálfbært Ísland, m.a. við gerð nýrrar landsstefnu um sjálfbæra þróun, utanumhald gerðar og kynningu sjálfbærniskýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna og við að uppfæra aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Þar áður starfaði Karen Björk hjá Reykjavíkurborg á sviði loftslags- og sjálfbærnimála, meðal annars á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Karen Björk hefur einnig stýrt skipulagningu ráðstefna og funda þ.á.m. fyrir Festu – miðstöð um sjálfbærni, og Norræna húsið. Þá var hún hluti af fyrsta árgangi verkefnisins Loftslagsleiðtoginn. Karen Björk er með B.Sc. í viðskiptafræði og þjónustustjórnun frá CBS í Kaupmannahöfn og starfaði þar samhliða sem verkefnastjóri hjá sjálfbærniskrifstofu viðskiptaháskólans. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Karen Björk til liðs við Transition Labs. Hún býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á sviði loftslagsmála sem mun koma sér vel í þeim spennandi verkefnum sem eru framundan hjá okkur,“ segir Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs. Karen Björk Eyþórsdóttir er spennt fyrir verkefninu. „Ég er ótrúlega spennt að takast á við verkefnin hjá Transition Labs. Það eru forréttindi að fá að vinna við ástríðuna sína í frábæru og metnaðarfullu teymi hér á Íslandi, en á sama tíma að vinna að lausnum sem nýst gætu á heimsvísu. Ég hlakka til þess að fá að leggja mitt af mörkum við það að efla loftslagstengda nýsköpun og styðja við leiðandi fyrirtæki í þeim geira.“ í tilkynningu segir að Transition Labs vinni með mörgum metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims, aðstoði þau við að hefja starfsemi hér á landi og skapa þannig fyrirmyndir að uppbyggingu loftslagsverkefna um allan heim.
Vistaskipti Loftslagsmál Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira