Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 11:29 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður. Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður.
Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30