Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 57-91 | Bikarmeistararnir sáu aldrei til sólar gegn toppliðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 21. janúar 2024 20:55 Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir voru öflugar hjá Keflavíkurliðinu. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sannfærandi 91-57 sigur þegar liðið mætti Haukum í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Keflavík náði frumkvæðinu strax í upphafi leiks en gestirnir náðu 24 stiga forystu 11-35 um miðbik annars leikhluta. Þann mun náðu Haukar aldrei að brúa fyrir utan stutt áhlaup um miðjan annan leikhluta. Haukar fengu ekki nógu mörg vopn í sóknarleikinn sinn en sem dæmi má nefna að einungis þrír leikmenn, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Keira Robinson og Sólrún Gísladóttir komust á blað í fyrri hálfleik. Þegar yfir lauk munaði 34 stigum á liðunum en lokatölur urðu 91-57 gestunum frá Keflavík í vil. Haukar munu þar af leiðandi ekki verja bikarmeistaratitil sinn en Keflavík fer í undanúrslitin í Laugardalshöllinni ásamt Þór Akureyri, Grindavík og Njarðvík. Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik hjá Haukum.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon: Svekkjandi hvað við mættum flatar til leiks „Það er gríðarlega svekkjandi hvað við mættum flatar í leik sem átti að vera einn af stóru leikjunum hjá okkur á keppnistímabilinu. Við vorum búnar að ræða það að við yrðum að vera fastar fyrir í varnarleiknum og áræðnar í sóknarleiknum. Slíkt var allt ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Við náðum smá áhlaupi í öðrum leikhluta eftir að hafa verið búin að grafa okkur ofan í djúpa holu. Síðan ekki söguna meira og við vorum aldrei líkleg til þess að koma okkur að neinu ráði inni í leikinn. Það eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Bjarni enn fremur. „Þó svo að Keflavík sé með gríðarlega vel mannað og sterkt lið þá er þetta ekki munurinn á liðunum að mínu mati. Þetta var munurinn á liðunum í kvöld en ekki mælikvarði á getu liðanna. Af þeim sökum er glatað hvað við mættum illa innstilltar í það sem átti að stórleikur,“ sagði hann. Sverrir Sverrisson: Ánægður með að halda dampi allan leikinn „Það var að mínu viti ofboðslega sterk vörn sem lagði grunninn að þessum sigri. Við pressuðum vel á þær og fengum auðveld stig í kjölfarið. Við náðum að halda tempóinu háu allan leikinn sem er mjög jákvætt. Þegar forystan er orðin mikil getur verið eriftt að halda einbeitingu en okkur tókst það og ég er sáttur við það,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Við vorum að mæta hér bikarmeisturum síðustu þriggja ára og þetta er mikið bikarlið. Við vissum því að við þyrftum toppleik til þess að leggja þær að velli. Það tókst og ég er ánægður með það. Það voru margar að leggja lóð á vogarskálina á báðum endum vallarins sem er bara frábært,“ sagði Sverrir Þór stoltur. „Sara Rún kom svo sterkt inn í liðið enda uppalinn leikmaður hjá Keflavík og þekkir vel bæði félagið og hópinn. Þetta er einn af fjölmörgum leikmönnum sem kemur upp úr okkar öfluga yngriflokkastarfi og smellur vel inn í leikmannahópinn,“ sagði hann um nýjasta leikmanninn sinn. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur við kvöldverk lærimeyja sinna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Leikmenn Keflavíkur komu einfaldlega mun ákveðnari og grimmari til leiks og það var í raun aldrei spurning allt frá upphafi leiksins hvoru megin sigurinn myndi enda. Keflavíkurliðið er bæði með breiðan og góðan leikmannahóp og gestirnir fengu framlag úr mörgum áttum á öllum sviðum körfuboltans í þessum leik. Hverjar sköruðu fram úr? Það er í raun erfitt að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga hjá Keflavíkurliðunu. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 17 stig og Thelma Ágústsdóttir kom næst með 14 stig. Sex leikmenn gestanna skoruðu 10 stig eða meira en auk Söru Rúnar og Thelmu voru það Daniela Wallen, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Anna Ingunn Svandóttir og Birna Benónýsdóttir. Keira Robinson, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir voru ljóstýran í myrkrinu hjá Haukaliðinu sem sá þó aldrei til sólar í þessum leik. Hvað gekk illa? Haukar komust aldrei á flug í þessum leik og svo virðist sem leikmenn liðsins hafi ekki ráðið við spennustigið í leiknum. Heimakonur lentu hvað eftir annað á veggnum á geysilega sterkum varnarmúr Keflavíkur. Lykilleikmenn liðsins stóðu sig ágætlega en það vantaði upp á að þær stigu upp á næsta stig og fleiri fylgdu með þeim. Hvað gerist næst? Keflavík, Grindavík, Njarðvik og Þór Akureyri mætast í undanúrslitum í Laugardaldshöllinni í mars. VÍS-bikarinn Haukar Keflavík ÍF
Keflavík vann sannfærandi 91-57 sigur þegar liðið mætti Haukum í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Keflavík náði frumkvæðinu strax í upphafi leiks en gestirnir náðu 24 stiga forystu 11-35 um miðbik annars leikhluta. Þann mun náðu Haukar aldrei að brúa fyrir utan stutt áhlaup um miðjan annan leikhluta. Haukar fengu ekki nógu mörg vopn í sóknarleikinn sinn en sem dæmi má nefna að einungis þrír leikmenn, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Keira Robinson og Sólrún Gísladóttir komust á blað í fyrri hálfleik. Þegar yfir lauk munaði 34 stigum á liðunum en lokatölur urðu 91-57 gestunum frá Keflavík í vil. Haukar munu þar af leiðandi ekki verja bikarmeistaratitil sinn en Keflavík fer í undanúrslitin í Laugardalshöllinni ásamt Þór Akureyri, Grindavík og Njarðvík. Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik hjá Haukum.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon: Svekkjandi hvað við mættum flatar til leiks „Það er gríðarlega svekkjandi hvað við mættum flatar í leik sem átti að vera einn af stóru leikjunum hjá okkur á keppnistímabilinu. Við vorum búnar að ræða það að við yrðum að vera fastar fyrir í varnarleiknum og áræðnar í sóknarleiknum. Slíkt var allt ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka. „Við náðum smá áhlaupi í öðrum leikhluta eftir að hafa verið búin að grafa okkur ofan í djúpa holu. Síðan ekki söguna meira og við vorum aldrei líkleg til þess að koma okkur að neinu ráði inni í leikinn. Það eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Bjarni enn fremur. „Þó svo að Keflavík sé með gríðarlega vel mannað og sterkt lið þá er þetta ekki munurinn á liðunum að mínu mati. Þetta var munurinn á liðunum í kvöld en ekki mælikvarði á getu liðanna. Af þeim sökum er glatað hvað við mættum illa innstilltar í það sem átti að stórleikur,“ sagði hann. Sverrir Sverrisson: Ánægður með að halda dampi allan leikinn „Það var að mínu viti ofboðslega sterk vörn sem lagði grunninn að þessum sigri. Við pressuðum vel á þær og fengum auðveld stig í kjölfarið. Við náðum að halda tempóinu háu allan leikinn sem er mjög jákvætt. Þegar forystan er orðin mikil getur verið eriftt að halda einbeitingu en okkur tókst það og ég er sáttur við það,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Við vorum að mæta hér bikarmeisturum síðustu þriggja ára og þetta er mikið bikarlið. Við vissum því að við þyrftum toppleik til þess að leggja þær að velli. Það tókst og ég er ánægður með það. Það voru margar að leggja lóð á vogarskálina á báðum endum vallarins sem er bara frábært,“ sagði Sverrir Þór stoltur. „Sara Rún kom svo sterkt inn í liðið enda uppalinn leikmaður hjá Keflavík og þekkir vel bæði félagið og hópinn. Þetta er einn af fjölmörgum leikmönnum sem kemur upp úr okkar öfluga yngriflokkastarfi og smellur vel inn í leikmannahópinn,“ sagði hann um nýjasta leikmanninn sinn. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur við kvöldverk lærimeyja sinna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Leikmenn Keflavíkur komu einfaldlega mun ákveðnari og grimmari til leiks og það var í raun aldrei spurning allt frá upphafi leiksins hvoru megin sigurinn myndi enda. Keflavíkurliðið er bæði með breiðan og góðan leikmannahóp og gestirnir fengu framlag úr mörgum áttum á öllum sviðum körfuboltans í þessum leik. Hverjar sköruðu fram úr? Það er í raun erfitt að taka einhverja leikmenn út fyrir sviga hjá Keflavíkurliðunu. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 17 stig og Thelma Ágústsdóttir kom næst með 14 stig. Sex leikmenn gestanna skoruðu 10 stig eða meira en auk Söru Rúnar og Thelmu voru það Daniela Wallen, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Anna Ingunn Svandóttir og Birna Benónýsdóttir. Keira Robinson, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir voru ljóstýran í myrkrinu hjá Haukaliðinu sem sá þó aldrei til sólar í þessum leik. Hvað gekk illa? Haukar komust aldrei á flug í þessum leik og svo virðist sem leikmenn liðsins hafi ekki ráðið við spennustigið í leiknum. Heimakonur lentu hvað eftir annað á veggnum á geysilega sterkum varnarmúr Keflavíkur. Lykilleikmenn liðsins stóðu sig ágætlega en það vantaði upp á að þær stigu upp á næsta stig og fleiri fylgdu með þeim. Hvað gerist næst? Keflavík, Grindavík, Njarðvik og Þór Akureyri mætast í undanúrslitum í Laugardaldshöllinni í mars.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti