Fleiri banaslys í boði Vegagerðarinnar? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 20. janúar 2024 14:01 Þegar janúar er rétt hálfnaður hafa fimm manns látist í bílslysum á þjóðvegum landsins. Slysið við Skaftafell hinn 12. janúar vakti sérstaka athygli mína, enda keyri ég nær vikulega þessa leið austur í Suðursveit. Í slysinu létu tvær manneskjur lífið og sex aðrir slösuðust. Aðkoma á slysstað var með því ljótara sem þaulreyndir viðbragðsaðilar hafa séð. Nokkrum dögum fyrir banaslysið við Skaftafell var ég á leið til Reykjavíkur um kl. 8 að morgni á Landcruiser á nýjum vetrardekkjum, vel negldum. Vegurinn var marauður að sjá og hitastigið um 3-4 gráður í plús. Engin hálka var þessa ca. 70 kílómetra sem ég keyrði frá Suðursveit að Freysnesi. Þegar ég var kominn rúman kílómetra vestur fyrir Freysnes og var að koma að Skaftafellsá, byrjaði bíllinn skyndilega að skrika og munaði minnstu að ég missti hann út af veginum. Ég er vanur bílstjóri, hef keyrt mikið á Íslandi í um 40 ár, er með öll meirapróf sem hægt er að taka auk þess að hafa verið atvinnubílstjóri í mörg ár. Þarna skall þó hurð nærri hælum og ég játa að mér brá verulega við þetta. Ég gerði mér grein fyrir því að þarna var um að ræða svonefnda svarta ísingu, sem er stórhættuleg því að hún er svo til ósýnileg. Auðvitað er það þannig í dag að enginn má tjá sig um nokkur mál nema vera sérfræðingur, þannig að ég er meðvitaður um að fyrir mörgum gengur það ekki að samlokusali sé að tjá sig um svo sértæk mál sem hálkuvarnir á þjóðvegum eru – jafnvel þótt hann sé með meirapróf. Ég leitaði því til sérfræðinga sem hafa sinnt hálkuvörnum í áratugi á þjóðvegum landsins. Mér var tjáð að kaflinn í kringum Skaftafell sé stórhættulegur því að þar sé oft raki og lognpollur á kaflanum frá Freysnesi langleiðina að Skeiðarárbrú. Lognið er hættulegt því að vindurinn kemur í veg fyrir hálkumyndun af þessu tagi þar sem hann þurrkar upp malbikið. Svarað af yfirlæti Banaslysið við Skaftafellsá varð kl. 9:50 að morgni 12. janúar. Slysið varð svo til á nákvæmlega sama stað við Skaftafellsá og ég missti næstum stjórn á bílnum nokkrum dögum áður. Greinilegt er að hálkuvörnum var í bæði skiptin ekki sinnt af Vegagerðinni sem skyldi. Annað banaslys varð á Grindavíkurvíkurvegi nákvæmlega viku fyrir þetta slys. Þar var einnig um að ræða hálkuslys þar sem hjón létu lífið. Nokkrir Grindvíkingar höfðu hringt í Vegagerðina þann morguninn og bent á að jafnvel þyrfti að loka veginum vegna flughálku. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar svaraði af yfirlæti í fjölmiðlum og fullyrti að hálkuvörnum hefði verið sinnt en þær virkuðu ekki þar sem verulega umferð þyrfti um veginn til að saltið virki. Þetta er einhver hrútskýring frá upplýsingafulltrúanum og færir hann engin frekari rök fyrir fullyrðingu sinni. Hið rétta er að vatn eða raka þarf til að hálkuvörn með salti virki, en ekki umferð. Þá minnist upplýsingafulltrúinn ekkert á það af hverju Vegagerðin notaði ekki sand ef salt virkar ekki vegna ónógrar umferðar um Grindavíkurveg. Það hefði að líkindum bjargað tveimur mannslífum. Mér er ekki kunnugt um aðstæður í banaslysinu á Hvalfirði og hvort að ónógar hálkuvarnir hafi átt þátt í því. Þekkingin hjá Vegagerðinni Umferð erlendra ferðamanna er langmest um Suðurland. Margir þeirra eru alls óvanir að keyra í hálku og viðbrögð þeirra við hálkuástandi geta eðlilega verið kolröng. Hins vegar spannar reynsla Vegagerðarinnar í hálkuvörnum á Íslandi áratugi. Það er sjálfsögð krafa á Vegagerðina að starfsmenn hennar sjái fyrir aðstæður þar sem hálka getur myndast og verður stórhættuleg þar sem hún mun ekki sjást eða sjást illa. Þannig aðstæður voru morguninn sem banaslysið varð. Vitað er að sumir staðir eru hættulegri en aðrir, hvort sem það er við Skaftafell eða á vissum stöðum á Grindavíkurvegi. Vegagerðin á að hafa yfirburðaþekkingu á því og í samstarfi við Veðurstofu Íslands á hún að sjá þessar aðstæður fyrir og bregðast við í tæka tíð og bjarga mannslífum. Auðvitað er ekki er hægt að ætlast til að hálka sé aldrei á vegum landsins – til þess er vegakerfið of stórt og veðrið óútreiknanlegt – en hægt er gera þá kröfu að hálkuvörnum sé sinnt eins vel og hægt er á fjölförnustu leiðum, sérstaklega á stöðum þar sem vitað er að lúmsk hálka myndast reglulega. Það er eðlilegt að krefja forstjóra Vegagerðarinnar svara um það hvernig hálkuvörnum var sinnt við Skaftafell að morgni 12. janúar síðastliðinn og hvernig þeim er sinnt almennt af Vegagerðinni. Ég hvet forstjórann til að sýna aðstandendum hinna látnu þá virðingu að svara sjálf fyrir málið en senda ekki upplýsingafulltrúa sinn eins og svo oft. Það þýðir þó lítið að koma með þá skýringu að ekki séu til peningar til að sinna hálkuvörnum, þar sem sóun á fé í Vegagerðinni blasir við öllum sem sjá vilja og gæti ég nefnt þar fjölmörg dæmi. Fólk er að láta lífið að óþörfu á vegum landsins þar sem hálkuvörnum er ekki sinnt sem skyldi. Hálkuvarnir ættu því að vera í algjörum forgangi hjá ríkisstofnunni. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar janúar er rétt hálfnaður hafa fimm manns látist í bílslysum á þjóðvegum landsins. Slysið við Skaftafell hinn 12. janúar vakti sérstaka athygli mína, enda keyri ég nær vikulega þessa leið austur í Suðursveit. Í slysinu létu tvær manneskjur lífið og sex aðrir slösuðust. Aðkoma á slysstað var með því ljótara sem þaulreyndir viðbragðsaðilar hafa séð. Nokkrum dögum fyrir banaslysið við Skaftafell var ég á leið til Reykjavíkur um kl. 8 að morgni á Landcruiser á nýjum vetrardekkjum, vel negldum. Vegurinn var marauður að sjá og hitastigið um 3-4 gráður í plús. Engin hálka var þessa ca. 70 kílómetra sem ég keyrði frá Suðursveit að Freysnesi. Þegar ég var kominn rúman kílómetra vestur fyrir Freysnes og var að koma að Skaftafellsá, byrjaði bíllinn skyndilega að skrika og munaði minnstu að ég missti hann út af veginum. Ég er vanur bílstjóri, hef keyrt mikið á Íslandi í um 40 ár, er með öll meirapróf sem hægt er að taka auk þess að hafa verið atvinnubílstjóri í mörg ár. Þarna skall þó hurð nærri hælum og ég játa að mér brá verulega við þetta. Ég gerði mér grein fyrir því að þarna var um að ræða svonefnda svarta ísingu, sem er stórhættuleg því að hún er svo til ósýnileg. Auðvitað er það þannig í dag að enginn má tjá sig um nokkur mál nema vera sérfræðingur, þannig að ég er meðvitaður um að fyrir mörgum gengur það ekki að samlokusali sé að tjá sig um svo sértæk mál sem hálkuvarnir á þjóðvegum eru – jafnvel þótt hann sé með meirapróf. Ég leitaði því til sérfræðinga sem hafa sinnt hálkuvörnum í áratugi á þjóðvegum landsins. Mér var tjáð að kaflinn í kringum Skaftafell sé stórhættulegur því að þar sé oft raki og lognpollur á kaflanum frá Freysnesi langleiðina að Skeiðarárbrú. Lognið er hættulegt því að vindurinn kemur í veg fyrir hálkumyndun af þessu tagi þar sem hann þurrkar upp malbikið. Svarað af yfirlæti Banaslysið við Skaftafellsá varð kl. 9:50 að morgni 12. janúar. Slysið varð svo til á nákvæmlega sama stað við Skaftafellsá og ég missti næstum stjórn á bílnum nokkrum dögum áður. Greinilegt er að hálkuvörnum var í bæði skiptin ekki sinnt af Vegagerðinni sem skyldi. Annað banaslys varð á Grindavíkurvíkurvegi nákvæmlega viku fyrir þetta slys. Þar var einnig um að ræða hálkuslys þar sem hjón létu lífið. Nokkrir Grindvíkingar höfðu hringt í Vegagerðina þann morguninn og bent á að jafnvel þyrfti að loka veginum vegna flughálku. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar svaraði af yfirlæti í fjölmiðlum og fullyrti að hálkuvörnum hefði verið sinnt en þær virkuðu ekki þar sem verulega umferð þyrfti um veginn til að saltið virki. Þetta er einhver hrútskýring frá upplýsingafulltrúanum og færir hann engin frekari rök fyrir fullyrðingu sinni. Hið rétta er að vatn eða raka þarf til að hálkuvörn með salti virki, en ekki umferð. Þá minnist upplýsingafulltrúinn ekkert á það af hverju Vegagerðin notaði ekki sand ef salt virkar ekki vegna ónógrar umferðar um Grindavíkurveg. Það hefði að líkindum bjargað tveimur mannslífum. Mér er ekki kunnugt um aðstæður í banaslysinu á Hvalfirði og hvort að ónógar hálkuvarnir hafi átt þátt í því. Þekkingin hjá Vegagerðinni Umferð erlendra ferðamanna er langmest um Suðurland. Margir þeirra eru alls óvanir að keyra í hálku og viðbrögð þeirra við hálkuástandi geta eðlilega verið kolröng. Hins vegar spannar reynsla Vegagerðarinnar í hálkuvörnum á Íslandi áratugi. Það er sjálfsögð krafa á Vegagerðina að starfsmenn hennar sjái fyrir aðstæður þar sem hálka getur myndast og verður stórhættuleg þar sem hún mun ekki sjást eða sjást illa. Þannig aðstæður voru morguninn sem banaslysið varð. Vitað er að sumir staðir eru hættulegri en aðrir, hvort sem það er við Skaftafell eða á vissum stöðum á Grindavíkurvegi. Vegagerðin á að hafa yfirburðaþekkingu á því og í samstarfi við Veðurstofu Íslands á hún að sjá þessar aðstæður fyrir og bregðast við í tæka tíð og bjarga mannslífum. Auðvitað er ekki er hægt að ætlast til að hálka sé aldrei á vegum landsins – til þess er vegakerfið of stórt og veðrið óútreiknanlegt – en hægt er gera þá kröfu að hálkuvörnum sé sinnt eins vel og hægt er á fjölförnustu leiðum, sérstaklega á stöðum þar sem vitað er að lúmsk hálka myndast reglulega. Það er eðlilegt að krefja forstjóra Vegagerðarinnar svara um það hvernig hálkuvörnum var sinnt við Skaftafell að morgni 12. janúar síðastliðinn og hvernig þeim er sinnt almennt af Vegagerðinni. Ég hvet forstjórann til að sýna aðstandendum hinna látnu þá virðingu að svara sjálf fyrir málið en senda ekki upplýsingafulltrúa sinn eins og svo oft. Það þýðir þó lítið að koma með þá skýringu að ekki séu til peningar til að sinna hálkuvörnum, þar sem sóun á fé í Vegagerðinni blasir við öllum sem sjá vilja og gæti ég nefnt þar fjölmörg dæmi. Fólk er að láta lífið að óþörfu á vegum landsins þar sem hálkuvörnum er ekki sinnt sem skyldi. Hálkuvarnir ættu því að vera í algjörum forgangi hjá ríkisstofnunni. Höfundur er athafnamaður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar