Alvöru þjóðarsátt Friðrik Jónsson skrifar 20. janúar 2024 15:12 Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Friðrik Jónsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun