Alvöru þjóðarsátt Friðrik Jónsson skrifar 20. janúar 2024 15:12 Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Friðrik Jónsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins gerðu það eina rétta í stöðunni að hafna nálgun meintrar breiðfylkingar til þjóðarsáttar í kjaramálum. Kröfur þeirra á atvinnulíf og hið opinbera myndu þýða um og yfir 17% kjaraaukningu til láglaunahópa – allt að 10% raun kaupmáttaraukningu. Kostnaðaraukinn vegna þessa myndi fyrst og fremst liggja í svonefndum lágframleiðnigeirum verslunar og þjónustu. Það þýðir að kostnaðaraukinn færi beint í verðlag og myndi þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum um að vinna gegn verðbólgu. Krafan um flata krónutöluhækkun, samhliða verulegum tekjutengingum, jaðarskattaáhrifum þeirra, og beinum skattaáhrifum á millitekju- og efri millitekjuhópa hefði þær afleiðingar að hin meinta „þjóðarsátt“ fæli í sér beinharða kaupmáttar- og kjararýrnun þorra launafólks í landinu - og það verulega. Fólk á meðallaunum BHM þyrfti þ.a. fella sig við a.m.k. 4-5% kaupmáttarrýrnun í reynd m.v. bjartsýnustu verðbólguspár. Til viðbótar eru kröfurnar á hið opinbera óraunhæfar og fram úr hófi kostnaðarsamar – nánast dónaskapur – enda verður að tryggja tekjur á móti. Í núverandi verðbólguumhverfi þarf sérstaklega að vinna gegn nýprentun peninga með skuldaaukningu ríkisins – sérstaklega í ljósi þess kostnaðar og mögulega þensluhvetjandi áhrifa af annars vegar Grindavík og hins vegar úrlausnar húsnæðisvanda almennt. Það merkilega er að kröfur breiðfylkingarinnar ganga gegn hagsmunum þorra þeirra umbjóðenda. Að minnsta kosti helmingur félagsmanna VR myndi tapa verulega á þessu uppleggi og þorri meðlima iðnfélaganna sem þarna eru með. Það eitt og sér er óskiljanlegt og gerir þessar kröfur ótrúverðugar. Fulltrúar annarra launþegahreyfinga – bæði á almennum og opinberum markaði – hafa einnig verið skýr með það að þeim hugnast ekki þessi aðferðafræði. Þetta kom meðal annars skýrt fram í nýársgreinKolbrúnar Halldórsdóttur, núverandi formanns BHM, í viðtölum við Þórarinn Eyfjörð, formanns Sameykis, stærsta stéttarfélagsins innan BSRB, og nú síðast í grein Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Það er því engin þjóðarsátt um hreina leið krónutöluhækkanna, sú aðferðarfræði gengur gegn hagsmunum þorra launafólks og mun stuðla að verð- og vaxtahækkunum. Nær væri fyrir SA að snúa sér nú að semja við þau félög innan ASÍ sem ekki taka þátt í meintri breiðfylkingu og hvetja hið opinbera til skynsamra prósentusamninga, mögulega með lágmarks krónutölu, án þaks, hóflegra hliðrana í millifærslukerfum – og jú að sætta sig við að atvinnulífið – sérstaklega orkan, útgerðin, ferðaþjónustan og fjármálafyrirtækin – þurfa að taka á sig eilítið þyngri skattbyrðar til að mæta þeim viðbótarútgjöldum sem við stöndum frammi fyrir. Það yrði alvöru þjóðarsátt. Höfundur er fyrrverandi formaður BHM
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun