Leverkusen hefur verið á rosalegu skriði það sem af er leiktíð en það stefndi hins vegar allt í jafntefli gegn RB Leipzig í dag. Allt kom þó fyrir ekki, Piero Hincapié með sigurmarkið eftir sendingu frá Alejandro Grimaldo.
Xavi Simons kom heimamönnum yfir og staðan 1-0 í hálfleik. Nathan Tella jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks, Grimaldo með stoðsendinguna.
Lois Openda kom Leipzig yfir á nýjan leik áður en Jonathan Tah jafnaði metin. Á fyrstu mínútu uppbótartíma dúkkaði Hincapié svo upp með það sem reyndist sigurmarkið, lokatölur 2-3.
Alejandro Grimaldo has now 7 goals and 9 assists in 18 Bundesliga games at Bayer Leverkusen as left back.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024
Reminder: signed last summer as free agent. pic.twitter.com/dFR0hVwPto
Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen eru með 48 stig að loknum 18 leikjum, sjö stigum meira en meistarar Bayern München sem eiga þó tvo leiki til góða.
Borussia Dortmund vann annan leikinn í röð þegar liðið lagði Köln 4-0 á útivelli. Donyell Malen skoraði tvö, Niclas Füllkrug skoraði úr vítaspyrnu og hinn 19 ára gamli Youssoufa Moukoko skoraði í uppbótartíma.