Hvað má velferðin kosta? Davíð Bergmann skrifar 21. janúar 2024 14:30 Hvað ef ég birti nöfn og myndir af þeim, skildi það hreyfa við fólki? Hvað hefur breyst á síðustu 10 árum eða hefur eitthvað breyst í þessum málaflokki? Getur verið að við séum alltaf í sömu hjólförunum að spóla? Í apríl verða 30 ár síðan ég byrjaði að vinna á vettvangi olnboga barna. Síðustu fimm ár hef ég unnið meira með eldri einstaklingum heldur en 18 ára, eða alveg frá 16-26 ára. Í sannleika sagt er þetta eins að mörgu leiti, ég finn voða lítinn mun hvort ég er að vinna með börnum undir sjálfræðisaldri 13-18 ára eða 19-26 ára í dag. Oftast eru þetta einstaklingar sem hafa tapað í lífinu af einhverjum ástæðum og sér í lagi í grunnskólanum. Þar að leiðandi hafa þau ekki eins sterka sjálfsmynd og þeir sem ganga þann hefðbundna menntaveg og skila sér svo á vinnumarkaðinn. Þau sem hafa tapað reyna að komast á vinnumarkaðinn þar að segja ef róbótavæðingin hefur ekki tekið það starf frá þeim. En það færist í vöxt að þeir sem leita til okkar hafa enga eða sáralitla reynslu af vinnumarkaðinum, þó svo þau séu komin vel yfir tvítugt. Sem er kannski ekki skrýtið þegar tölurnar sýna okkur það að í desember 2022 voru 3000 ungmenni á aldrinum 16-24 ára hvorki í vinnu né í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Núna í vikunni hafði ég samband við vin minn sem er eins og ég búinn að vinna á sama vettvangi í nokkra áratugi. Ég spurði hann eftirfarandi: „Hvað heldur þú að margir hafi dáið vegna ofneyslu fíkniefna síðan þú byrjaðir að vinna á þessum vettvangi?“ Svarið hans var sláandi: „Ég er ekki með töluna, alltof margir“ Tekið orðrétt frá messenger á facebook frá honum og emoji kall að gráta. Það er eins hjá mér, ég treysti mér ekki til að svara þessari spurningu í dag. Því miður er maður farinn að gleyma, sem má alls ekki gerast því þetta var ungt fólk í blóma lífsins sem tapaði orustunni og það á ekki að vera í boði í því velferðarsamfélagi sem okkur er tjáð að við lifum í dag. Meira segja er það sagt vera á heimsmælikvarða. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar ég fór einu sinni í jarðarför hjá 19 ára stúlku sem hafði dáið úr ofneyslu fíkniefna fyrir áratug síðan. Athöfnin byrjaði með því að presturinn fór ekki með rétt nafn á barninu og þetta var allt það vandræðalegasta mál. Á tímabili héldum við við sem vorum staddir jarðarförinni að við hefðum farið í vitlausa jarðarför. Það var ekki fyrr en að móðir hennar fór upp að altarinu og leiðrétti prestinn með skömmum, að stúlkan fékk kveðju athöfn með réttu nafni og fjölskylda hennar. Þessi jarðarför er samt svo lýsandi hvernig hennar líf var, stúlka sem ráfaði um í frumskógi kerfisins til margra ára inn og út úr meðferðum. Hún afrekaði samt að eignast tvíbura sem voru innan við tveggja ára þegar hún dó. Því þessi stúlka náði sér á strik einmitt eftir meðferð á Vogi og hún náði edrú tíma sem var nálægt tveimur árum. Á þeim tíma komu gleðigjafarnir inn í hennar líf og allt virtist vera fara í rétta átt. En síðan féll hún, og hún tók sama skammt og hún hætti á, fyrir tveimur og hálfu ári síðan og það var of mikið fyrir hana og hún dó. Ég er ekki að taka inn í dæmið þá sem hafa tekið sitt líf, eða dáið af slysförum, heldur eingöngu þá sem hafa dáið af ofneyslu fíkniefna sem gæti að sjálfsögðu flokkast sem slys líka. Ekki er ég heldur að minnast á hörkuna eins og ofbeldið sem viðgengst í þessum heimi hnífstungur, skotárásir og nauðganir og allt það ógeð sem þrífst í þessum heimi. Núna á rúmlega mánuði hafa þrjú ungmenni dáið vegna ofneyslu á lyfjum sem ég veit um. Allt saman ungt fólk í blóma lífisins, 17 ára, 22 ára og 23 ára. Fyrir ári síðan missti ég einn nemanda sem var rétt skriðinn yfir tvítugt út af sömu ástæðu. Það er faraldur hérna úti og hann fær að grassera í samfélaginu vegna þess að við tímum ekki að borga! Eftir sitja fjölskyldur í molum og það hefur eingöngu minninguna eina eftir, á þessum stórkostlegum tímum nýsköpunar og framfara sem okkur er sagt að sé gengin í garð í dag. Hvað höfum við ekki heyrt þessa setningu oft og sér í lagi í kringum kosningar. Velferð kostar, það er ekki velferðarsamfélag sem lætur 500 eldri borgara landsins bíða á biðlistum að komast í hjúkrunarrými. Það er ekki velferð að yfir 250 manns séu á bið að komast í afplánun í fangelsum landsins. Og það þyngra en tárum tekið að tala um heilbrigðiskerfið okkar í dag hver tilkynning á fætur annarri um neyðarástand þar. Svo ekki sé minnst á drengina okkar sem geta ekki lesið sér til gagns. Þetta er ekki velferð í mínum huga og svo ekki sé talað um fátækt. Ekki veit ég hvaða efni það eru sem eruí gangi á fíkniefna markaðinum í dag en það hlítur að vera eitthvað verulega sterkt og það drepur. Ég velti líka fyrir mér hvernig stendur á því af hverju er verið að spara aurinn en krónunni er hent, þegar kemur að þessum málaflokki.Af hverju er ekki verið að styrkja meðferðarúrræði eins og Vog enn frekar í dag með fjárframlögum úr ríkissjóði og löggæsluna til muna, það mun alltaf skila sér út í samfélagið. Þegar 100 milljónir geta runnið til stórútgerðar eins og Samherja úr ríkissjóði vegna orkuskipta, til fyrirtækis sem er vel aflögufært þessar 100 milljónir hefðu komið að góðu gagni við að bjarga ungu fólki í fíkn það veit ég. Hvernig forgangsröðum við, ég man að einu sinni sagði Jóhannes Kr blaðamaður fyrir bráðum tíu árum síðan á ráðstefnu, en sá maður upplifði þá ömurlegu reynslu að missa barnið sitt 17 ára gamalt í ofneyslu eiturlyfja. Þegar Sissa dóttir hans dó var hún yngsta barnið á íslandi sem hafði dáið vegna ofneyslu. Þið munið kannski eftir þessu en það var bara í síðustu viku sem jafnaldri hennar fór eins og hún. „Það kostaði íslenskt samfélag þá 800 milljónir að missa svona ungan einstakling reiknað í krónum“ sagði hann á þeirri ráðstefnu. Framreiknað í dag veit ég ekki hver kostnaðurinn er. Þetta ískalda dæmi hlítur að vekja okkur til umhugsunar, en hvernig er hægt þá að vekja stjórnmálamennina ef ungt fólk af holdi og blóði hefur fallið í tugatali í gegnum áratugina og samt setjum við ekki nægt fjármagn í meðferð. Þegar það er hægt að bjarga mannslífum með því að setja meira fjármagn í úrræði eins og meðferð sem bráðvantar núna þegar bið eftir meðferðar plássi getur verið 6 mánuðir! Hvað þarf til að vekja fólk þetta eru ekki bara tölur heldur manneskjur sem voru af holdi og blóði og kringum þetta unga fólk eru fjölskyldur og vinir! Auðvitað vitum við að það er ekki hægt að reikna fólk til fjár, hvað þá ungt fólk í blóma lífsins en hann sýndi fram á þetta fyrir tíu árum síðan og þá var vorum við öll búin að fá nóg! En hver er staðan í dag, höfum við fengum nóg? Hvað ef þessi einstaklingar hefðu nú getað nýtt sér nýsköpunina og framfarirnar sem stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um og jafnvel skilað milljörðum til þjóðfélagsins, annað eins hefur gerst þegar fólk fær fast land undir fæturna og fer að ná árangri í lífinu. Svarið við þeirri spurningu er einfalt, það er hefur aldrei verið reiknað með þessum einstaklingum í þeirri nýsköpun og framþróun, þau eru bara affall í sínum árgangi. Þess vegna ákvað ég að hafa þessa fyrirsögn svona. Hreyfir þetta við fólki, hvað hefur breyst á síðustu 10 árum í þessum málaflokki? Landlæknis embættið ætti að birta þessar tölur, myndir og nöfn hvað margir deyja vegna ofneyslu svona einu sinni ári til að halda uppi minningunni um þetta unga fólk okkar sem við brugðumst af því að við tímum ekki að borga. Höfundur er starfsmaður í Fjölsmiðjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef ég birti nöfn og myndir af þeim, skildi það hreyfa við fólki? Hvað hefur breyst á síðustu 10 árum eða hefur eitthvað breyst í þessum málaflokki? Getur verið að við séum alltaf í sömu hjólförunum að spóla? Í apríl verða 30 ár síðan ég byrjaði að vinna á vettvangi olnboga barna. Síðustu fimm ár hef ég unnið meira með eldri einstaklingum heldur en 18 ára, eða alveg frá 16-26 ára. Í sannleika sagt er þetta eins að mörgu leiti, ég finn voða lítinn mun hvort ég er að vinna með börnum undir sjálfræðisaldri 13-18 ára eða 19-26 ára í dag. Oftast eru þetta einstaklingar sem hafa tapað í lífinu af einhverjum ástæðum og sér í lagi í grunnskólanum. Þar að leiðandi hafa þau ekki eins sterka sjálfsmynd og þeir sem ganga þann hefðbundna menntaveg og skila sér svo á vinnumarkaðinn. Þau sem hafa tapað reyna að komast á vinnumarkaðinn þar að segja ef róbótavæðingin hefur ekki tekið það starf frá þeim. En það færist í vöxt að þeir sem leita til okkar hafa enga eða sáralitla reynslu af vinnumarkaðinum, þó svo þau séu komin vel yfir tvítugt. Sem er kannski ekki skrýtið þegar tölurnar sýna okkur það að í desember 2022 voru 3000 ungmenni á aldrinum 16-24 ára hvorki í vinnu né í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Núna í vikunni hafði ég samband við vin minn sem er eins og ég búinn að vinna á sama vettvangi í nokkra áratugi. Ég spurði hann eftirfarandi: „Hvað heldur þú að margir hafi dáið vegna ofneyslu fíkniefna síðan þú byrjaðir að vinna á þessum vettvangi?“ Svarið hans var sláandi: „Ég er ekki með töluna, alltof margir“ Tekið orðrétt frá messenger á facebook frá honum og emoji kall að gráta. Það er eins hjá mér, ég treysti mér ekki til að svara þessari spurningu í dag. Því miður er maður farinn að gleyma, sem má alls ekki gerast því þetta var ungt fólk í blóma lífsins sem tapaði orustunni og það á ekki að vera í boði í því velferðarsamfélagi sem okkur er tjáð að við lifum í dag. Meira segja er það sagt vera á heimsmælikvarða. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar ég fór einu sinni í jarðarför hjá 19 ára stúlku sem hafði dáið úr ofneyslu fíkniefna fyrir áratug síðan. Athöfnin byrjaði með því að presturinn fór ekki með rétt nafn á barninu og þetta var allt það vandræðalegasta mál. Á tímabili héldum við við sem vorum staddir jarðarförinni að við hefðum farið í vitlausa jarðarför. Það var ekki fyrr en að móðir hennar fór upp að altarinu og leiðrétti prestinn með skömmum, að stúlkan fékk kveðju athöfn með réttu nafni og fjölskylda hennar. Þessi jarðarför er samt svo lýsandi hvernig hennar líf var, stúlka sem ráfaði um í frumskógi kerfisins til margra ára inn og út úr meðferðum. Hún afrekaði samt að eignast tvíbura sem voru innan við tveggja ára þegar hún dó. Því þessi stúlka náði sér á strik einmitt eftir meðferð á Vogi og hún náði edrú tíma sem var nálægt tveimur árum. Á þeim tíma komu gleðigjafarnir inn í hennar líf og allt virtist vera fara í rétta átt. En síðan féll hún, og hún tók sama skammt og hún hætti á, fyrir tveimur og hálfu ári síðan og það var of mikið fyrir hana og hún dó. Ég er ekki að taka inn í dæmið þá sem hafa tekið sitt líf, eða dáið af slysförum, heldur eingöngu þá sem hafa dáið af ofneyslu fíkniefna sem gæti að sjálfsögðu flokkast sem slys líka. Ekki er ég heldur að minnast á hörkuna eins og ofbeldið sem viðgengst í þessum heimi hnífstungur, skotárásir og nauðganir og allt það ógeð sem þrífst í þessum heimi. Núna á rúmlega mánuði hafa þrjú ungmenni dáið vegna ofneyslu á lyfjum sem ég veit um. Allt saman ungt fólk í blóma lífisins, 17 ára, 22 ára og 23 ára. Fyrir ári síðan missti ég einn nemanda sem var rétt skriðinn yfir tvítugt út af sömu ástæðu. Það er faraldur hérna úti og hann fær að grassera í samfélaginu vegna þess að við tímum ekki að borga! Eftir sitja fjölskyldur í molum og það hefur eingöngu minninguna eina eftir, á þessum stórkostlegum tímum nýsköpunar og framfara sem okkur er sagt að sé gengin í garð í dag. Hvað höfum við ekki heyrt þessa setningu oft og sér í lagi í kringum kosningar. Velferð kostar, það er ekki velferðarsamfélag sem lætur 500 eldri borgara landsins bíða á biðlistum að komast í hjúkrunarrými. Það er ekki velferð að yfir 250 manns séu á bið að komast í afplánun í fangelsum landsins. Og það þyngra en tárum tekið að tala um heilbrigðiskerfið okkar í dag hver tilkynning á fætur annarri um neyðarástand þar. Svo ekki sé minnst á drengina okkar sem geta ekki lesið sér til gagns. Þetta er ekki velferð í mínum huga og svo ekki sé talað um fátækt. Ekki veit ég hvaða efni það eru sem eruí gangi á fíkniefna markaðinum í dag en það hlítur að vera eitthvað verulega sterkt og það drepur. Ég velti líka fyrir mér hvernig stendur á því af hverju er verið að spara aurinn en krónunni er hent, þegar kemur að þessum málaflokki.Af hverju er ekki verið að styrkja meðferðarúrræði eins og Vog enn frekar í dag með fjárframlögum úr ríkissjóði og löggæsluna til muna, það mun alltaf skila sér út í samfélagið. Þegar 100 milljónir geta runnið til stórútgerðar eins og Samherja úr ríkissjóði vegna orkuskipta, til fyrirtækis sem er vel aflögufært þessar 100 milljónir hefðu komið að góðu gagni við að bjarga ungu fólki í fíkn það veit ég. Hvernig forgangsröðum við, ég man að einu sinni sagði Jóhannes Kr blaðamaður fyrir bráðum tíu árum síðan á ráðstefnu, en sá maður upplifði þá ömurlegu reynslu að missa barnið sitt 17 ára gamalt í ofneyslu eiturlyfja. Þegar Sissa dóttir hans dó var hún yngsta barnið á íslandi sem hafði dáið vegna ofneyslu. Þið munið kannski eftir þessu en það var bara í síðustu viku sem jafnaldri hennar fór eins og hún. „Það kostaði íslenskt samfélag þá 800 milljónir að missa svona ungan einstakling reiknað í krónum“ sagði hann á þeirri ráðstefnu. Framreiknað í dag veit ég ekki hver kostnaðurinn er. Þetta ískalda dæmi hlítur að vekja okkur til umhugsunar, en hvernig er hægt þá að vekja stjórnmálamennina ef ungt fólk af holdi og blóði hefur fallið í tugatali í gegnum áratugina og samt setjum við ekki nægt fjármagn í meðferð. Þegar það er hægt að bjarga mannslífum með því að setja meira fjármagn í úrræði eins og meðferð sem bráðvantar núna þegar bið eftir meðferðar plássi getur verið 6 mánuðir! Hvað þarf til að vekja fólk þetta eru ekki bara tölur heldur manneskjur sem voru af holdi og blóði og kringum þetta unga fólk eru fjölskyldur og vinir! Auðvitað vitum við að það er ekki hægt að reikna fólk til fjár, hvað þá ungt fólk í blóma lífsins en hann sýndi fram á þetta fyrir tíu árum síðan og þá var vorum við öll búin að fá nóg! En hver er staðan í dag, höfum við fengum nóg? Hvað ef þessi einstaklingar hefðu nú getað nýtt sér nýsköpunina og framfarirnar sem stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um og jafnvel skilað milljörðum til þjóðfélagsins, annað eins hefur gerst þegar fólk fær fast land undir fæturna og fer að ná árangri í lífinu. Svarið við þeirri spurningu er einfalt, það er hefur aldrei verið reiknað með þessum einstaklingum í þeirri nýsköpun og framþróun, þau eru bara affall í sínum árgangi. Þess vegna ákvað ég að hafa þessa fyrirsögn svona. Hreyfir þetta við fólki, hvað hefur breyst á síðustu 10 árum í þessum málaflokki? Landlæknis embættið ætti að birta þessar tölur, myndir og nöfn hvað margir deyja vegna ofneyslu svona einu sinni ári til að halda uppi minningunni um þetta unga fólk okkar sem við brugðumst af því að við tímum ekki að borga. Höfundur er starfsmaður í Fjölsmiðjunni
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun