Þurfum við að standa ein? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 23. janúar 2024 08:30 Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar. Ekkert annað kemur til greina en að standa af öllu afli með Grindvíkingum og tryggja sem allra best að þau þurfi ekki að þola fjárhagslegt þrot í kjölfar þeirra miklu andlegu áfalla sem svona ástand óhjákvæmilega skapar. En í þessu stöndum við Íslendingar nokkurnveginn ein. Það er ljóst að þær aðgerðir sem grípa þarf til verða högg fyrir íslenska ríkiskassann. Skuldir munu aukast og þeim fjármunum sem fara í þetta verður ekki á sama tíma varið í að styrkja heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga hluti. Ef við hefðum haldið áfram aðildarsamningum við Evrópusambandið á síðasta áratug og mögulega lokið þeim með inngöngu, ættum við nú kost á að sækja í sjóði sambandsins til að mæta þessum kostnaði, eða að minnsta kosti hluta hans. Evrópusambandið starfrækir sjóð sem er hugsaður til að mæta áföllum á borð við þessum - eldgosum þar á meðal. Þessi sjóður heitir European Union Solidarity Fund. Þegar jarðskjálftarnir urðu á Ítalíu 2016, fengu Ítalir 183 milljarða króna (1,2 milljarða evra) úr sjóðnum til að mæta tjóninu, en það er hæsti styrkurinn hingað til. Evrópusambandið snýst ekki bara um efnahagsmál, eins og stundum mætti ætla af umræðunni hér á landi. Evrópusambandið er samfélag. Það stendur saman þegar þörf krefur. Þessi sjóður er dæmi um slíkt. Við Íslendingar höfum ákveðið að taka þátt í ýmsum þáttum þessa samstarfs og höfum jafnvel notið góðs af samstöðunni, t.d. í Covid 19. En við höfum ekki enn stigið skrefið inn í samfélagið. Kannski er nú, í ljósi þess að við erum eftir því sem vísindamenn segja, að fara inn í nýtt skeið náttúruhamfara, kominn tími til að gera það. Svo við þurfum ekki að takast á við það alveg ein. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar