Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 10:23 Kári segir tilvísanakerfið skapa óþarfa flækjur í heilbrigðiskerfinu fyrir þau sem viti að þau þurfi að hitta sjúkraþjálfara eða halda því áfram. Bítið Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira