Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2024 19:29 Sigríður Margrét og Sólveig Anna á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. Á fundum breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er bæði tekist á um krónutölu launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði. Fundi þeirra lauk upp úr klukkan fimm í dag. Breiðfylkingin og samtök atvinnulífsins mættu til fundar í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun. En fundi lauk upp úr klukkan fimm. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málunum hafa þokast lítið áfram. „Við ætlum að hittast aftur á morgun klukkan eitt og halda þessu langdregna samtali áfram,“ sagði formaður Eflingar. Frá fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ með samnigafólki SA hjá ríkissáttasemjara í dag.Stöð 2/Sigurjón Eitt að því sem tekist er á um er hvað samið verði til margra ára. „Við lögðum upp með það í upphafi að þetta yrði til að minnsta kosti þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa viljað gera lengri samning, eða til fimm ára. Við erum til viðræðu um það en þá þurfa hlutirnir að raðast upp með þeim hætti sem við getum fellt okkur við,“ segir Sólveig Anna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaðnum. Sigríður Margrét Oddsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir slógu á létta strengi að loknum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag.Stöð 2/Sigurjón „Það sem skiptir kannski mestu máli er að við erum með þessa sameiginlegu sýn á þessi markmið sem við viljum ná. Það er að segja það þrá allir efnahagslegan stöðugleika. Verðbólgan minnki og þar með geti vextir lækkað. Þannig að við erum bara að vanda okkur mjög við þetta verkefni,“ segir Sigríður Margrét. Vegna ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins á Ríkissjónvarpinu í gær um að verkalýðshreyfingin gæti ekki vænst þess að fá öllum sínum kröfum framgengt vegna kostnaðar ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík, segir Sigríður Margrét hug allra við samningaborðið vera með Grindvíkingum sem nú stæðu frammi fyrir nýjum raunveruleika. Þá er fyrsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á þessu ári framundan eftir hálfan mánuð. „Það sem skiptir máli er að við náum að gera langtíma, skynsamlega kjarasamninga. Til þess bæði að tryggja það að verðbólga geti minnkað en eins líka til að skapa það umhverfi að verðbólguvæntingar minnki,“ segir framkvæmdastjóri SA Sólveig Anna segir breiðfylkinguna mjög meðvitaða um þá atburðarás sem hún væri stödd í. Það væri síðan undarlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins stilli atburðunum í Grindavík upp með kjaraviðræðunum. Að sjálfsögðu stæði verkalýðshreyfingin með Grindvíkingum. Kjarasamningarnir væru hins vegar risavaxið verkefni sem næði til 115 þúsund manns á vinnumarkaði eða sjötíu og þriggja prósenta vinnumarkaðarins. „Þannig að láta eins og það sé eitthvað verkefni sem hægt sé að ýta til hliðar, láta eins og það sé verkefni sem stjórnvöld horft á og ekki axlað ábyrgðgagnvart. Vegna þess að aðrir, vissulega alvarlegir atburðir hafi átt sér stað. Slík nálgun gengur augljóslega ekki upp þegar viðskoðum þetta. Þær tillögur sem við förum fram með eru góðar. Þær eru réttmætar. Þær snúa að því að endurreisa hér tilfærslukerfin, koma þeim eins og þau voru árið2013. Þetta eru auðvitaðumbætur sem gagnast öllum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Atvinnurekendur Verðlag Seðlabankinn Alþingi ASÍ Tengdar fréttir „Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. 23. janúar 2024 12:27 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Á fundum breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er bæði tekist á um krónutölu launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði. Fundi þeirra lauk upp úr klukkan fimm í dag. Breiðfylkingin og samtök atvinnulífsins mættu til fundar í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun. En fundi lauk upp úr klukkan fimm. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málunum hafa þokast lítið áfram. „Við ætlum að hittast aftur á morgun klukkan eitt og halda þessu langdregna samtali áfram,“ sagði formaður Eflingar. Frá fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ með samnigafólki SA hjá ríkissáttasemjara í dag.Stöð 2/Sigurjón Eitt að því sem tekist er á um er hvað samið verði til margra ára. „Við lögðum upp með það í upphafi að þetta yrði til að minnsta kosti þriggja ára. Samtök atvinnulífsins hafa viljað gera lengri samning, eða til fimm ára. Við erum til viðræðu um það en þá þurfa hlutirnir að raðast upp með þeim hætti sem við getum fellt okkur við,“ segir Sólveig Anna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaðnum. Sigríður Margrét Oddsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir slógu á létta strengi að loknum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag.Stöð 2/Sigurjón „Það sem skiptir kannski mestu máli er að við erum með þessa sameiginlegu sýn á þessi markmið sem við viljum ná. Það er að segja það þrá allir efnahagslegan stöðugleika. Verðbólgan minnki og þar með geti vextir lækkað. Þannig að við erum bara að vanda okkur mjög við þetta verkefni,“ segir Sigríður Margrét. Vegna ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins á Ríkissjónvarpinu í gær um að verkalýðshreyfingin gæti ekki vænst þess að fá öllum sínum kröfum framgengt vegna kostnaðar ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík, segir Sigríður Margrét hug allra við samningaborðið vera með Grindvíkingum sem nú stæðu frammi fyrir nýjum raunveruleika. Þá er fyrsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans á þessu ári framundan eftir hálfan mánuð. „Það sem skiptir máli er að við náum að gera langtíma, skynsamlega kjarasamninga. Til þess bæði að tryggja það að verðbólga geti minnkað en eins líka til að skapa það umhverfi að verðbólguvæntingar minnki,“ segir framkvæmdastjóri SA Sólveig Anna segir breiðfylkinguna mjög meðvitaða um þá atburðarás sem hún væri stödd í. Það væri síðan undarlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins stilli atburðunum í Grindavík upp með kjaraviðræðunum. Að sjálfsögðu stæði verkalýðshreyfingin með Grindvíkingum. Kjarasamningarnir væru hins vegar risavaxið verkefni sem næði til 115 þúsund manns á vinnumarkaði eða sjötíu og þriggja prósenta vinnumarkaðarins. „Þannig að láta eins og það sé eitthvað verkefni sem hægt sé að ýta til hliðar, láta eins og það sé verkefni sem stjórnvöld horft á og ekki axlað ábyrgðgagnvart. Vegna þess að aðrir, vissulega alvarlegir atburðir hafi átt sér stað. Slík nálgun gengur augljóslega ekki upp þegar viðskoðum þetta. Þær tillögur sem við förum fram með eru góðar. Þær eru réttmætar. Þær snúa að því að endurreisa hér tilfærslukerfin, koma þeim eins og þau voru árið2013. Þetta eru auðvitaðumbætur sem gagnast öllum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Atvinnurekendur Verðlag Seðlabankinn Alþingi ASÍ Tengdar fréttir „Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. 23. janúar 2024 12:27 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. 23. janúar 2024 12:27
Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45
„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27