Dæmi um að flugfélög afhendi ekki farþegalista Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 06:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir eftirlit með farþegum í skötulíki þegar upplýsingar berast ekki. Vísir Tíu flugfélög skila ekki farþegalistum til yfirvalda sem hefur þau áhrif að lögbundin greining á farþegaupplýsingum getur ekki farið fram. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Gosið gæti verið „endurtekið efni“ „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira