Við sjáum fyrir endann á sveiflunum Hildur Eiríksdóttir skrifar 24. janúar 2024 12:31 Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Íslandsbanki Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans var ólokið og hækkanirnar nú orðnar 14 og stýrivextir standa í 9,25%. Verðbólga hefur hins vegar lækkað á Íslandi undanfarið er nú 7,7%. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn átti undir högg að sækja og lækkaði mjög í lítilli veltu framan af ári, en tók aftur við sér á síðustu vikum 2023. Stjórn Marel hafnaði fyrsta yfirtökutilboði JBT og setti þar ákveðinn botn í verð á markaði og vel heppnuð skráning Ísfélagsins var jákvæð frétt inn á markaðinn. Auk þess sýndi salan á Kerecis til erlendra aðila hvað er hægt að gera með hugviti, áræðni og eljusemi. Heilt yfir réttlætti verðlagningin á hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöllina hækkunina undir lok árs og árshlutauppgjör félaga voru heilt yfir góð á síðasta ári. Óvissa veldur sveiflunum Annað sem valdið hefur óvissu eru yfirstandandi kjarasamningar, en tónninn í þeim bendir til þess að allir vilji leggjast á eitt við að ná lengri samningum og stuðla að friði á vinnumarkaði, sem er ein af forsendum árangurs í baráttunni við verðbólguna. Eins liggur fyrir að á þessu ári og því næsta er komið að endurákvörðun vaxta stórs hluta íbúðalána og vert að árétta mikilvægi þess fyrir fólk að leita sér ráðgjafar og taka ákvarðanir um næstu skref að vel athuguðu máli. Rétt eins og máli skiptir hvernig sparnaðurinn okkar er samsettur, þá skiptir líka máli hvernig húsnæðislánið lítur út. Á undanförnum vikum hafa náttúruöflin minnt á sig á Íslandi og hugur allra hjá Grindvíkingum vegna áhrifa eldgosa þar. Þróun erlendis hefur líka verið óheillavænleg, ekki aðeins að átök í Úkraínu hafi haldið áfram, heldur líka hörmungarástandið á Gaza. Áhugavert er hins vegar varðandi verðbréfamarkaði, ef þróun þeirra er sett í samhengi við átök, að oft eiga þeir erfiðast uppdráttar í aðdraganda átaka, en hafa tilhneigingu til að ná jafnvægi þegar þau hafa brotist út. Eins undarlega og það hljómar, þá virðist óvissan valda meiri sveiflum en þegar átökin raungerast. Miklar væntingar eru til gervigreindar Á síðasta ári var gervigreindin fyrirferðarmikil á erlendum verðbréfamörkuðum og áhugavert að bera saman, milli árana 2022 og 2023, hversu oft var minnst á hana í uppgjörum stærstu tæknifélaganna. Í fyrstu uppgjörum árið 2022 var það 6 sinnum, en 60 sinnum í sömu uppgjörum ári síðar. Áhugavert verður að fylgjast með verðþróun stærstu tæknifélag í ljósi mikilla væntinga til nýrrar tækni. Innleitt var í lög á árinu að huga skyldi að upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjárfestingum. Fjármálafyrirtækjum ber að kynna sjálfbærni fyrir fjárfestum og spyrja út í sjálfbærnióskir þeirra í hæfismati í tengslum við fjárfestingarráðgjöf og eignastýringarþjónustu. Vöruframboð á innlenda markaðnum með slíkar fjármálaafurðir er enn sem komið er mjög takmarkað en erlendis er flóran fjölbreyttari og því hægt að bjóða upp á vörur þaðan á meðan vöruframboð innalands er í þróun. Markmiðið með innleiðingu laganna er að samræma hvernig upplýsingum er skilað, þeim miðlað og nýttar áfram með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Dæmin sýna að fjármagnið getur verið mikilvægt hreyfiafl til góðra verka í þessu samhengi. Huga þarf að áhættuþoli hvers og eins Til að draga saman síðasta ár á verðbréfamarkaði þá var það annað árið í röð þar sem fjárfestar fengu tækifæri til að reyna á áhættuþolið. Yfir lengra tímabil hefur hins vegar sýnt sig ákveðin víxlverkun milli hlutabréfa og skuldabréfa, því skuldabréfin sveiflast almennt minna og skila minni ávöxtun yfir langan tíma en hlutabréfin geta sveiflast meira en hafa á móti skilað meiru til lengri tíma litið. Til að dreifa áhættu er því best að byggja á blönduðu og vel dreifðu eignasafni, þar sem hlutfallið milli hlutabréfa og skuldabréfa endurspeglar það áhættuþol sem fjárfestinum líður vel með. Í nóvember féll frá Charlie Munger, goðsögn á fjármálamarkaði, hægri hönd Warren Buffett og stjórnarmaður til áratuga hjá Berkshire Hathaway. Margt hefur verið haft eftir Charlie Munger í gegnum tíðina, en ef er litið til síðustu tveggja ára á verðbréfamarkaði þá finnst mér kristallast í hans orðum að árangur á verðbréfamarkaði snúist ekki um að kaupa og selja heldur að bíða af sér sveiflurnar með langtímaárangur í huga. Með orð þessa merka fjárfestis í huga, sem átti aðeins nokkrar vikur í 100 ára afmælið sitt, höldum við inn í nýtt ár, þar sem verðbréfamarkaðir eru meira í takti við það sem við eigum að venjast og vonum að friður skapist á átakasvæðum, vinnumarkaði og að við fáum lifað í samlyndi við náttúruöflin. Höfundur er forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun