Við þurfum innflytjendastefnu Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 25. janúar 2024 10:01 Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Innflytjendamál Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun