Við blasa tækifæri til að einfalda regluverk og auka samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 25. janúar 2024 12:31 Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Af þessu tilefni er ástæða til þess að minna á fyrri tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda sem þessu tengjast og fyrirliggjandi tillögur OECD um breytingar á regluverki á vettvangi iðnaðarins. Samkeppnismat á regluverki Samkeppniseftirlitið hefur um langa hríð talað fyrir því að stjórnvöld hér á landi framkvæmi svokallað samkeppnismat á lögum og reglum og beiti slíku mati eftir atvikum við aðrar stefnumarkandi aðgerðir. Samkeppnismat er skilvirk aðferðafræði sem miðar að því að efla samkeppni og vinna gegn samkeppnishindrunum, en með því er um leið unnið gegn óþarfa reglubyrði og óskilvirkni. Samkeppnismat var fyrst kynnt formlega hér á landi með áliti Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, nr. 2/2009. Um er að ræða aðferðafræði þar sem tekin er afstaða til þess hvort viðkomandi reglur eða ákvarðanir stjórnvalda hafi áhrif á samkeppni. Ef slík áhrif eru til staðar er metið hvort tiltækar séu aðrar vægari leiðir til að ná markmiðum stjórnvalda og sú leið valin sem helst styður við samkeppni og síst er til þess fallin að hindra hana. OECD hefur gefið út leiðbeiningar um þessa aðferðafræði undir heitinu „Competition Assessment Toolkit“. Tillögur að breytingum á regluverki í byggingariðnaði liggja fyrir Haustið 2020 birti OECD skýrslu um sérstakt samkeppnismat á lögum og reglum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Gerðu íslensk stjórnvöld samning við OECD um framkvæmd matsins og var verkefnið unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið. Birti Samkeppniseftirlitið frétt um skýrsluna í nóvember 2020. Í skýrslu OECD eru gerðar 316 tillögur til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði. Meðal annars eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð, að skapað sé svigrúm til nýskapandi lausna í húsnæðismálum, leyfisveitingar einfaldaðar og ferli við skipulagsákvarðanir einfaldað, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er settur fram fjöldi tillagna um einföldun regluverks, sem meðal annars mun fela í sér aukna skilvirkni í framkvæmd reglnanna. Að hluta til fela tillögurnar í sér einföldun á framkvæmd á regluverki sem Ísland hefur tekið upp á grundvelli EES-samningsins. Segja má að við samkeppnismatið hafi matsaðilar sett sig í spor fólks í landinu sem hefur hug á því að koma sér nýju þaki yfir höfuðið. Þannig er fólkinu fylgt eftir þegar það finnur sér lóð, ákveður nýtingu hennar, lætur teikna húsið, fær síðan ýmsar ólíkar starfsstéttir til liðs við sig við bygginguna með tilheyrandi eftirliti, og flytur að lokum inn. Komið er auga á hindranir sem fólkið verður fyrir og lagðar til aðrar minna hindrandi lausnir. Fjárhagslegur ávinningur af framkvæmd tillagnanna var ennfremur metinn. Var það mat OECD að breytingar á regluverki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu gætu í heild skilað ábata (e. benefit) sem næmi um 1% af vergri landsframleiðslu Íslands, eða yfir 30 milljörðum króna árlega (miðað við aðstæður á árinu 2020). Að mestu hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga, enn sem komið er. Ekki þarf að fjölyrða um ávinning íslensks almennings og efnahagslífsins í heild af því að hrinda þessum tillögum í framkvæmd við núverandi aðstæður, þar sem byggingakostnaður hefur hækkað stórlega og ýmis áföll dunið yfir, nú síðast hremmingar Grindvíkinga. Stuðningur SI og aðildarfyrirtækja við einföldun regluverks og virka samkeppni Eins og áður segir er einföldun á regluverki og framkvæmd þess til umfjöllunar á þingi Samtaka iðnaðarins í dag. Gefur það vonir um að samtökin muni hvetja til þess að tillögur OECD um breytingar á regluverki í byggingariðnaði verði settar á dagskrá. Slík afstaða væri í góðu samræmi við kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á vettvangi stjórnenda fyrirtækja um samkeppnismál á Íslandi. Í könnun sem gerð var á síðasta ári kom fram að stór hluti stjórnenda fyrirtækja taldi sig verða varann við samkeppnishindranir á sínum markaði. Þannig taldi rúmur fjórðungur þeirra sig verða vara við samkeppnishamlandi lög og reglur að mjög miklu, frekar miklu eða nokkru leyti. Enn fleiri, eða tæpur þriðjungur, taldi sig verða vara við samráð á sínum markaði og rúmur þriðjungur taldi sig verða vara við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tók könnunin meðal annars til starfsgreina á vettvangi SI. Nánari niðurstöður könnunarinnar verða birtar á næstu vikum. Þessar niðurstöður eru í takt við fyrri kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á viðhorfum stjórnenda til samkeppni. Gefa þær til kynna óþol stjórnenda gagnvart samkeppnishindrunum sem þeir telja sig búa við og að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með því að bannreglur samkeppnislaga séu virtar. Jafnframt ættu niðurstöðurnar að vera brýning til stjórnvalda um að meta í auknum mæli samkeppnisleg áhrif laga og reglna (samkeppnismat) og ryðja úr vegi hindrunum á þeim vettvangi. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Af þessu tilefni er ástæða til þess að minna á fyrri tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda sem þessu tengjast og fyrirliggjandi tillögur OECD um breytingar á regluverki á vettvangi iðnaðarins. Samkeppnismat á regluverki Samkeppniseftirlitið hefur um langa hríð talað fyrir því að stjórnvöld hér á landi framkvæmi svokallað samkeppnismat á lögum og reglum og beiti slíku mati eftir atvikum við aðrar stefnumarkandi aðgerðir. Samkeppnismat er skilvirk aðferðafræði sem miðar að því að efla samkeppni og vinna gegn samkeppnishindrunum, en með því er um leið unnið gegn óþarfa reglubyrði og óskilvirkni. Samkeppnismat var fyrst kynnt formlega hér á landi með áliti Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda, nr. 2/2009. Um er að ræða aðferðafræði þar sem tekin er afstaða til þess hvort viðkomandi reglur eða ákvarðanir stjórnvalda hafi áhrif á samkeppni. Ef slík áhrif eru til staðar er metið hvort tiltækar séu aðrar vægari leiðir til að ná markmiðum stjórnvalda og sú leið valin sem helst styður við samkeppni og síst er til þess fallin að hindra hana. OECD hefur gefið út leiðbeiningar um þessa aðferðafræði undir heitinu „Competition Assessment Toolkit“. Tillögur að breytingum á regluverki í byggingariðnaði liggja fyrir Haustið 2020 birti OECD skýrslu um sérstakt samkeppnismat á lögum og reglum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Gerðu íslensk stjórnvöld samning við OECD um framkvæmd matsins og var verkefnið unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið. Birti Samkeppniseftirlitið frétt um skýrsluna í nóvember 2020. Í skýrslu OECD eru gerðar 316 tillögur til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði. Meðal annars eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð, að skapað sé svigrúm til nýskapandi lausna í húsnæðismálum, leyfisveitingar einfaldaðar og ferli við skipulagsákvarðanir einfaldað, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er settur fram fjöldi tillagna um einföldun regluverks, sem meðal annars mun fela í sér aukna skilvirkni í framkvæmd reglnanna. Að hluta til fela tillögurnar í sér einföldun á framkvæmd á regluverki sem Ísland hefur tekið upp á grundvelli EES-samningsins. Segja má að við samkeppnismatið hafi matsaðilar sett sig í spor fólks í landinu sem hefur hug á því að koma sér nýju þaki yfir höfuðið. Þannig er fólkinu fylgt eftir þegar það finnur sér lóð, ákveður nýtingu hennar, lætur teikna húsið, fær síðan ýmsar ólíkar starfsstéttir til liðs við sig við bygginguna með tilheyrandi eftirliti, og flytur að lokum inn. Komið er auga á hindranir sem fólkið verður fyrir og lagðar til aðrar minna hindrandi lausnir. Fjárhagslegur ávinningur af framkvæmd tillagnanna var ennfremur metinn. Var það mat OECD að breytingar á regluverki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu gætu í heild skilað ábata (e. benefit) sem næmi um 1% af vergri landsframleiðslu Íslands, eða yfir 30 milljörðum króna árlega (miðað við aðstæður á árinu 2020). Að mestu hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga, enn sem komið er. Ekki þarf að fjölyrða um ávinning íslensks almennings og efnahagslífsins í heild af því að hrinda þessum tillögum í framkvæmd við núverandi aðstæður, þar sem byggingakostnaður hefur hækkað stórlega og ýmis áföll dunið yfir, nú síðast hremmingar Grindvíkinga. Stuðningur SI og aðildarfyrirtækja við einföldun regluverks og virka samkeppni Eins og áður segir er einföldun á regluverki og framkvæmd þess til umfjöllunar á þingi Samtaka iðnaðarins í dag. Gefur það vonir um að samtökin muni hvetja til þess að tillögur OECD um breytingar á regluverki í byggingariðnaði verði settar á dagskrá. Slík afstaða væri í góðu samræmi við kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á vettvangi stjórnenda fyrirtækja um samkeppnismál á Íslandi. Í könnun sem gerð var á síðasta ári kom fram að stór hluti stjórnenda fyrirtækja taldi sig verða varann við samkeppnishindranir á sínum markaði. Þannig taldi rúmur fjórðungur þeirra sig verða vara við samkeppnishamlandi lög og reglur að mjög miklu, frekar miklu eða nokkru leyti. Enn fleiri, eða tæpur þriðjungur, taldi sig verða vara við samráð á sínum markaði og rúmur þriðjungur taldi sig verða vara við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tók könnunin meðal annars til starfsgreina á vettvangi SI. Nánari niðurstöður könnunarinnar verða birtar á næstu vikum. Þessar niðurstöður eru í takt við fyrri kannanir sem Samkeppniseftirlitið hefur látið framkvæma á viðhorfum stjórnenda til samkeppni. Gefa þær til kynna óþol stjórnenda gagnvart samkeppnishindrunum sem þeir telja sig búa við og að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með því að bannreglur samkeppnislaga séu virtar. Jafnframt ættu niðurstöðurnar að vera brýning til stjórnvalda um að meta í auknum mæli samkeppnisleg áhrif laga og reglna (samkeppnismat) og ryðja úr vegi hindrunum á þeim vettvangi. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar