Orkumálaáróður ráðherra Halldóra Mogensen skrifar 25. janúar 2024 14:31 Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna. Við Íslendingar erum ótrúlega auðug þegar kemur að endurnýjanlegri orku, hér hitum við flest hús með jarðvarma og framleiðum meiri raforku miðað við höfðatölu en nokkuð annað ríki. Þessi endurnýjanlega orka er hinsvegar háð þeim skilyrðum að hún byggir á náttúruöflunum, þannig að framleiðslugetan sveiflast með náttúrunni. Það er ekki nýtt vandamál - ef vandamál skyldi kalla - heldur er gert ráð fyrir því í samningum orkufyrirtækja við stórnotendur raforku. Ef vatnsafl dregst saman í kjölfar minni úrkomu þá bitnar það á þeim sem hafa gert samninga um skerðanlega raforku, þ.e.a.s. stórnotendum. Það sem skiptir máli er að þessar náttúrulegu sveiflur komi ekki niður á heimilunum, því það hlýtur að vera grundvallaratriði til að skapa sátt um nýtingu auðlinda að almenningur njóti góðs af þeim. Þess vegna er mikilvægt að þingið taki skýr skref til að festa í lög forgangsröðun svo að tryggt sé að heimilin verði alltaf efst á lista. Þó er mikilvægt að hafa í huga að jafnvel þótt ekki sé búið að festa í lög forgang heimilanna þá er þeim samt forgangsraðað í dag. En hvar er þá orkuskorturinn? Aukin markaðshyggja í orkumálum Græn orkuumskipti gera það að verkum að fleiri stórnotendur vilja kaupa meiri orku og margir söluaðilar sjá því tækifæri til að selja meiri orku og hagnast meira. Þessir sömu söluaðilar vilja þá virkja meira til að geta mætt eftirspurn. Í millitíðinni eru þessi fyrirtæki að ofselja raforku og þegar vatnsárið er lélegt eins og nú þá lenda þessi fyrirtæki í vandræðum. Það að eftirspurn eftir raforku sé umfram framboð er ekki tilefni til að blása í alla lúðra og öskra orkuskortur! Orkumálaráðherra hefur tekið þátt í þessum hræðsluáróðri vissra orkufyrirtækja með því að varpa stöðugt fram spá um orkuþörf til ársins 2040 sem bent hefur verið á að sé langt yfir raunverulegri þörf. Inni í þeirra spá er meðal annars raforka fyrir orkuskipti í flugi en það er ljóst að ekki verður þörf á orku í það verkefni fyrir 2040 þar sem tæknin sem hann vísar í er langt frá því að vera tilbúin. Orkuskipti eru mikilvægt skref þegar kemur að loftslagsmálum en það má ekki láta þau trompa allt annað. Orkuskiptin snerta nefnilega líka á náttúruvernd og það er mikilvægt að taka bæði rétt náttúrunnar og efnahagslegan jöfnuð með í reikninginn. Hvar er umhverfisráðherra? Við megum heldur ekki láta umræðuna um loftslagsmál einungis snúast um orkumál. Við þurfum að horfast í augu við að við stöndum ekki einungis frammi fyrir loftslagskrísu heldur krísu í öllum vistkerfum jarðar. Við getum séð merki þess hvert sem við lítum. Við erum að horfa upp á gífurlegar breytingar á td. skógum, jarðveg, freðhvolfinu og stöðu íðefna. Þetta er neyðarástand sem kallar á mun umfangsmeiri umræðu en einungis hversu marga rafmagnsbíla við flytjum inn. Undirstaða samfélagsskipulagsins þarfnast endurskoðunar. Hættum að kyngja þeirri hugmynd að það sé engin önnur leið til að skipuleggja samfélög en í samræmi við vilja fárra ríkra einstaklinga á kostnað allra annarra. Það er hægt að skapa samfélag þar sem náttúruauðlindir eru nýttar til þess að skapa verðmæti fyrir alla. Við eigum nóga orku til þess að allir geta hitað upp heimilin sín á sanngjörnu verði og við eigum líka nógu orku fyrir framtíðarsamfélagið ef við þorum að skapa það með hliðsjón af þörfum fjöldans frekar en gróðasjónarmiða einkafyrirtækja. Það væri óskandi að orkumálaráðherra myndi vanda sig meira í umræðunni um orkumál, en þess í stað er ýtt undir heimatilbúið neyðarástand í orkumálum, allt í þágu gróðasjónarmiða. Raunverulega neyðarástandið sem við stöndum frammi fyrir er vöntun á ráðherra umhverfismála sem stendur vörð um almannahagsmuni og ríkisstjórn sem er annt um heiðarlega umræðu um okkar mikilvægustu innviði og auðlindir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Orkuskipti Orkumál Halldóra Mogensen Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna. Við Íslendingar erum ótrúlega auðug þegar kemur að endurnýjanlegri orku, hér hitum við flest hús með jarðvarma og framleiðum meiri raforku miðað við höfðatölu en nokkuð annað ríki. Þessi endurnýjanlega orka er hinsvegar háð þeim skilyrðum að hún byggir á náttúruöflunum, þannig að framleiðslugetan sveiflast með náttúrunni. Það er ekki nýtt vandamál - ef vandamál skyldi kalla - heldur er gert ráð fyrir því í samningum orkufyrirtækja við stórnotendur raforku. Ef vatnsafl dregst saman í kjölfar minni úrkomu þá bitnar það á þeim sem hafa gert samninga um skerðanlega raforku, þ.e.a.s. stórnotendum. Það sem skiptir máli er að þessar náttúrulegu sveiflur komi ekki niður á heimilunum, því það hlýtur að vera grundvallaratriði til að skapa sátt um nýtingu auðlinda að almenningur njóti góðs af þeim. Þess vegna er mikilvægt að þingið taki skýr skref til að festa í lög forgangsröðun svo að tryggt sé að heimilin verði alltaf efst á lista. Þó er mikilvægt að hafa í huga að jafnvel þótt ekki sé búið að festa í lög forgang heimilanna þá er þeim samt forgangsraðað í dag. En hvar er þá orkuskorturinn? Aukin markaðshyggja í orkumálum Græn orkuumskipti gera það að verkum að fleiri stórnotendur vilja kaupa meiri orku og margir söluaðilar sjá því tækifæri til að selja meiri orku og hagnast meira. Þessir sömu söluaðilar vilja þá virkja meira til að geta mætt eftirspurn. Í millitíðinni eru þessi fyrirtæki að ofselja raforku og þegar vatnsárið er lélegt eins og nú þá lenda þessi fyrirtæki í vandræðum. Það að eftirspurn eftir raforku sé umfram framboð er ekki tilefni til að blása í alla lúðra og öskra orkuskortur! Orkumálaráðherra hefur tekið þátt í þessum hræðsluáróðri vissra orkufyrirtækja með því að varpa stöðugt fram spá um orkuþörf til ársins 2040 sem bent hefur verið á að sé langt yfir raunverulegri þörf. Inni í þeirra spá er meðal annars raforka fyrir orkuskipti í flugi en það er ljóst að ekki verður þörf á orku í það verkefni fyrir 2040 þar sem tæknin sem hann vísar í er langt frá því að vera tilbúin. Orkuskipti eru mikilvægt skref þegar kemur að loftslagsmálum en það má ekki láta þau trompa allt annað. Orkuskiptin snerta nefnilega líka á náttúruvernd og það er mikilvægt að taka bæði rétt náttúrunnar og efnahagslegan jöfnuð með í reikninginn. Hvar er umhverfisráðherra? Við megum heldur ekki láta umræðuna um loftslagsmál einungis snúast um orkumál. Við þurfum að horfast í augu við að við stöndum ekki einungis frammi fyrir loftslagskrísu heldur krísu í öllum vistkerfum jarðar. Við getum séð merki þess hvert sem við lítum. Við erum að horfa upp á gífurlegar breytingar á td. skógum, jarðveg, freðhvolfinu og stöðu íðefna. Þetta er neyðarástand sem kallar á mun umfangsmeiri umræðu en einungis hversu marga rafmagnsbíla við flytjum inn. Undirstaða samfélagsskipulagsins þarfnast endurskoðunar. Hættum að kyngja þeirri hugmynd að það sé engin önnur leið til að skipuleggja samfélög en í samræmi við vilja fárra ríkra einstaklinga á kostnað allra annarra. Það er hægt að skapa samfélag þar sem náttúruauðlindir eru nýttar til þess að skapa verðmæti fyrir alla. Við eigum nóga orku til þess að allir geta hitað upp heimilin sín á sanngjörnu verði og við eigum líka nógu orku fyrir framtíðarsamfélagið ef við þorum að skapa það með hliðsjón af þörfum fjöldans frekar en gróðasjónarmiða einkafyrirtækja. Það væri óskandi að orkumálaráðherra myndi vanda sig meira í umræðunni um orkumál, en þess í stað er ýtt undir heimatilbúið neyðarástand í orkumálum, allt í þágu gróðasjónarmiða. Raunverulega neyðarástandið sem við stöndum frammi fyrir er vöntun á ráðherra umhverfismála sem stendur vörð um almannahagsmuni og ríkisstjórn sem er annt um heiðarlega umræðu um okkar mikilvægustu innviði og auðlindir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun