Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Ólafur Stephensen skrifar 25. janúar 2024 17:00 Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun