Þegar gerandinn er íslenska ríkið Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 29. janúar 2024 06:45 Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. Á móti mér taka starfsmenn neyðarmóttökunnar og hefst sú þolraun að skrásetja ástand mitt, bæði andlegt og líkamlegt. Áverkar eru skrásettir með því að merkja inn á mynd af mannslíkama alla staðina sem báru vegsummerki árásarinnar. Einnig voru teknar ljósmyndir af þessum sömu áverkum sem voru víðsvegar á líkama mínum. Ég hef ekkert um þetta að segja, þetta er staðlað verklag og ég treysti að ég sé í góðum höndum. Ég er samvinnuþýð en mölbrotin, algjörlega tóm að innan og stari ýmist á gólfið eða loftið á meðan þær færa mig til og skoða hvern einasta millimeter á líkamanum mínum. Til að skrásetja. Til að safna sönnunargögnum. Til að styðja við það sem ég sagði þeim. Nokkrum dögum eftir þetta fyllist ég áhyggjum yfir því hver fái að sjá umræddar ljósmyndir. Ég spyr og fæ svarið: „Ekki hafa áhyggjur, þær eru á læstum gagnagrunni og verða fluttar yfir á annan læstan gagnagrunn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Enginn annar mun sjá þessar myndir“. Tveimur árum seinna fæ ég algert áfall við að komast að því að þvi að þessar viðkvæmu ljósmyndir af mér, með áverka sem mér voru veittir samhliða kynferðisofbeldi, eru komnar í hendur mannsins sem braut á mér. Ekki bara hans, heldur einnig réttargæslumanns míns, verjanda sakbornings og að lokum eru þær sendar til mín í tölvupósti. Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessar myndir. Sumar þeirra eru þess eðlis að þær eru persónugreinanlegar. Húðflúr sjást og sjónarhornið afmarkast ekki einungis við áverkann og staðsetningu hans á líkama mínum. Í einu tilviki var verið að ljósmynda áverka aftan á hægri öxl minni, en það sem sést á myndinni er kona sem situr í hnipri, nakin, með lak til að hylja sig að framan. Ég finn svo til með henni því ég veit hvaða erfiðu skref bíða hennar. Ég vildi að ég gæti varað þessa konu við að íslenska ríkið muni nota myndirnar til að brjóta enn frekar á henni, með því að senda nekt hennar og varnarleysi með tölvupósti til mannsins sem er síst treystandi fyrir því. Til að standa vörð um viðkvæm gögn tíðkast að aðilar sem þurfa að kynna sér þau mæti á staðinn, til dæmis í húsnæði saksóknara eða til dómstóla, og fá að fletta í gegnum þau undir eftirliti. Með öðrum orðum er ekki heimilt að fara með gögnin úr húsi eða afrita þau, af öryggisástæðum. Önnur leið er að senda gögnin stafrænt og krefjast þess að viðtakandinn auðkenni sig með rafrænum skilríkjum, líkt og gert er af hálfu neyðarmóttökunnar þegar ljósmyndir af kynferðisbrotaþolum eru sendar þaðan til lögreglunnar með aðstoð gagnagrunns sem er margverðlaunaður fyrir öryggi. Hjá viðtakandanum, lögreglunni, er skyndilega öllum öryggissjónarmiðum varpað fyrir borð. Lögreglan halar þessum viðkvæmu gögnum niður og setur þau í venjulegt pdf skjal – sem hver sem er getur afritað, skjáskotið og dreift að vild – og sendir með tölvupósti til sakborningsins eins og hvert annað viðhengi, en ekki viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þetta er óskiljanlegur gjörningur í alla staði sem grefur fullkomlega undan þeim öryggisráðstöfunum sem viðhafðar eru í fyrri hluta ferilsins. Þessu má líkja við að sjúklingur sé útskrifaður af Landspítalanum eftir ofbeldisárás, þar sem honum er hjálpað upp í bíl og hann keyrður varlega til lögreglunnar – sem rífur hann úr öryggisbeltinu, tekur bremsurnar úr bílnum og sendir hann rakleiðis til ofbeldismannsins. Það er skiljanlegt að sakborningur í sakamáli hafi rétt á að sjá öll gögn í máli á hendur honum, þar á meðal áverkaljósmyndir. Það er hins vegar óskiljanlegt að gefa honum afrit af umræddum ljósmyndum án nokkurrar tryggingar fyrir því að hann dreifi þeim ekki um allt internetið ef honum sýnist. Það er óskiljanlegt að réttur hans til að eiga nektarmyndir af þolanda sínum vegi þyngra en réttur þolandans til friðhelgi. Þolandinn er afmennskaður og smættaður niður í vettvang glæps. Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka. Brjóta á rétti mínum til réttlátrar málsmeðferðar. Brjóta á rétti mínum til upplýsinga og brjóta að lokum á mér með því að færa manninum sem nauðgaði mér ljósmyndir á silfurfati sem gera honum kleift að halda áfram að beita mig ofbeldi ævilangt, enda renna stafrænar ljósmyndir aldrei út og netið gleymir engu. Hvers virði eru verðlaun fyrir öryggi gagnagrunns þegar viðkvæmasta tegund gagna er síðan send sakborningi til að eiga og ráðstafa að vild? Hvernig erum við orðin svo tilfinningalega aftengd að fólkið sem vinnur í þessum málaflokki alla daga finnst ekkert óeðlilegt að nektarmyndir séu settar í hendurnar á grunuðum kynferðisbrotamönnum? Ég er ekki vettvangur og áverkar mínir ekki einungis gögn. Ég get aldrei sigrað þegar kerfið er svo hliðhollt sakborningum að það bókstaflega hjálpar þeim að halda áfram að brjóta á þolendum. Ævilangt. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar