Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:59 Meðlimir Kataib Hezbollah jarða mann sem féll í einni af loftárásum Bandaríkjanna í Írak. AP/Hadi Mizban Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks. Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks.
Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira