Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 22:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Geoff Stellfox Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira