Kvenfrelsi, leikskóli og börn Björg Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2024 00:08 Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun