„Máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 18:12 Gjörningurinn var skipulagður af nemendum við LungA-skólann sem er listaskóli í bænum. aðsend Samstöðuganga með Palestínu var haldin í dag á Seyðisfirði og gengið var frá félagsheimilinu Herðubreið og út fjörðinn að vinnustofum listamanna í gömlu netagerðinni. Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira