Gætu bjargað nashyrningum með hjálp staðgöngumóður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2024 21:00 Enn er nokkuð í að afkvæmið komi í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. AP/Khalil Senosi Vel gæti verið að vísindamönnum takist að bjarga tegund hvítra nashyrninga ef tæknifrjóvgunartilraunir með aðstoð staðgöngumóður takast. Aðeins tvö kvendýr eru eftir í heiminum og því brýnt að koma tegundinni til bjargar. Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan hvítur nashyrningur kom í heiminn og mæðgurnar Najin og Fatu eru þær einu sem enn lifa sinnar tegundar. Síðasta karldýrið drapst árið 2018 en sæði var tekið úr honum í von um að koma stofninum til. Vegna erfðagalla getur hvorug mæðgnanna gengið með afkvæmi en þrjú ár eru síðan egg voru numinn úr þeim til þess að koma fyrir í staðgöngumóður. Enn er nokkuð í að slíkt afkvæmi kemur í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. „En þá kemur að burðinum snemma árs 2026. Eftir það fáum við marga nashyrninga því við höfum nú þegar 30 fósturvísa hreinna hvítra nashyrninga sem bíða uppsetningar,“ segir Thomas Hildebrandt. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokkar, annars vegar þá tegund sem heldur til í Norður-Afríku og hins vegar sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin úr suðrinu er ekki jafn illa sett og hin. Vísindamenn eru nú vongóðir að hægt verði að koma fyrir norðlenskum fósturvísi í nashyrningskú úr suðrinu. Vonir kviknuðu um það nýlega þegar meðganga sunnlenskrar staðgöngumóður með fóstur sömu tegundar fór vel af stað. Bæði móðirin og fóstrið drápust hins vegar vegna bakteríusýkingar eftir 70 daga en þrátt fyrir það eru vísindamenn vongóðir, enda var þetta fyrsta tæknifrjóvgunartilraunin á hvítum nashyrningi. „Við metum kynheilbrigði hvers einstaklings svo við höfum betri hugmynd um hver útkoma inngrips okkar verður. Þetta er mjög flókið verkefni og við erum mjög ánægð með að hafa nú náð þessum áfanga.“ Dýr Vísindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan hvítur nashyrningur kom í heiminn og mæðgurnar Najin og Fatu eru þær einu sem enn lifa sinnar tegundar. Síðasta karldýrið drapst árið 2018 en sæði var tekið úr honum í von um að koma stofninum til. Vegna erfðagalla getur hvorug mæðgnanna gengið með afkvæmi en þrjú ár eru síðan egg voru numinn úr þeim til þess að koma fyrir í staðgöngumóður. Enn er nokkuð í að slíkt afkvæmi kemur í heiminn en meðgöngutími nashyrninga eru sextán mánuðir. „En þá kemur að burðinum snemma árs 2026. Eftir það fáum við marga nashyrninga því við höfum nú þegar 30 fósturvísa hreinna hvítra nashyrninga sem bíða uppsetningar,“ segir Thomas Hildebrandt. Tegund hvítra nashyrninga skiptist í tvo flokkar, annars vegar þá tegund sem heldur til í Norður-Afríku og hins vegar sem heldur til í Suður-Afríku. Tegundin úr suðrinu er ekki jafn illa sett og hin. Vísindamenn eru nú vongóðir að hægt verði að koma fyrir norðlenskum fósturvísi í nashyrningskú úr suðrinu. Vonir kviknuðu um það nýlega þegar meðganga sunnlenskrar staðgöngumóður með fóstur sömu tegundar fór vel af stað. Bæði móðirin og fóstrið drápust hins vegar vegna bakteríusýkingar eftir 70 daga en þrátt fyrir það eru vísindamenn vongóðir, enda var þetta fyrsta tæknifrjóvgunartilraunin á hvítum nashyrningi. „Við metum kynheilbrigði hvers einstaklings svo við höfum betri hugmynd um hver útkoma inngrips okkar verður. Þetta er mjög flókið verkefni og við erum mjög ánægð með að hafa nú náð þessum áfanga.“
Dýr Vísindi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira