Hjarta úr steini Sverrir Björnsson skrifar 29. janúar 2024 09:30 Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun